Skipulagsmál

Eftir Jón G. Hauksson
•
9. apríl 2025
HVER HNIPPTI Í HVERN? Það vekur athygli að Reykjavíkurborg bakkar - sem betur fer - með áform um að byggja 100 íbúðir við tjörnina í Seljahverfi, skv. frétt Morgunblaðsins í morgun. Grafarvogsbúum mætir hins vegar ekkert nema stífelsi og þvermóðska af versta tagi hjá meirihlutanum. En hver hnippti eiginlega í hvern? spyr fólk. Hvers vegna að bakka með þetta svæði frekar en önnur verðmæt svæði, t.d. alla litlu blettina í hinum grónu hverfum Grafarvogs; grónum svæðum þar sem þéttingu hefur verið mótmælt af miklum móði? MÓTMÆLI 111 ÍBÚA VIÐ STARENGI Síðast í gær voru mótmæli 111 íbúa við Starengi lögð fram á borgarstjórnarfundinum. Mótmælin snúa að litla, gróna svæðinu fyrir neðan Bláu sjoppuna og nær að hringtorginu - sem og gímaldinu sem verður á Thors-vellinum við Korpu. Með fylgdi bréf sem var mjög vel unnið og einstaklega málefnalegt. Svo er það auðvitað hneisa að strá salti í sárin með því að úthluta lóðum á fundi borgarráðs í síðustu viku þegar breytt aðalskipulag er enn í ferli, liggur ekki fyrir og hefur þar af leiðandi ekki verið samþykkt. Svo er embættismönnum beitt á íbúana. Á hinum umtalaða íbúafundi 20. mars voru svör embættismanna á einn veg; gerið bara athugasemdir! Lokafresturinn fyrir athugasemdir í þessu leikriti rennur út 5. maí nk. Á borgastjórnarfundinum í gær valtaði meirihlutinn svo yfir vilja Grafarvogsbúa þegar vilyrði fyrir úthlutun lóða borgarráðs í síðustu viku voru staðfest og samþykkt. TIL HVERS ÞESSA GRÆÐGI BORGARINNAR? Til hvers er borgin að þessu brölti? Til hvers þessa græðgi? Hún breytir skipulagi eftir á sem fólk hefur treyst á og byggt og keypt sínar eignir í góðri trú skv. því skipulagi sem hefur verið í gildi. Hún hunsar gildi verðmætra útivistarsvæði - og loks skellir borgin skollaeyrum við því að innviðirnir; skólarnir, leikskólarnir og vegakerfið, er löngu sprungið og þolir ekki meira álag. Til hvers að róta öllu upp og grafa þessar skotgrafir gegn íbúum Grafarvogs? Til hvers? Algerlega óskiljanlegt. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
9. apríl 2025
HVER HNIPPTI Í HVERN? Það vekur athygli að Reykjavíkurborg bakkar - sem betur fer - með áform um að byggja 100 íbúðir við tjörnina í Seljahverfi, skv. frétt Morgunblaðsins í morgun. Grafarvogsbúum mætir hins vegar ekkert nema stífelsi og þvermóðska af versta tagi hjá meirihlutanum. En hver hnippti eiginlega í hvern? spyr fólk. Hvers vegna að bakka með þetta svæði frekar en önnur verðmæt svæði, t.d. alla litlu blettina í hinum grónu hverfum Grafarvogs; grónum svæðum þar sem þéttingu hefur verið mótmælt af miklum móði? MÓTMÆLI 111 ÍBÚA VIÐ STARENGI Síðast í gær voru mótmæli 111 íbúa við Starengi lögð fram á borgarstjórnarfundinum. Mótmælin snúa að litla, gróna svæðinu fyrir neðan Bláu sjoppuna og nær að hringtorginu - sem og gímaldinu sem verður á Thors-vellinum við Korpu. Með fylgdi bréf sem var mjög vel unnið og einstaklega málefnalegt. Svo er það auðvitað hneisa að strá salti í sárin með því að úthluta lóðum á fundi borgarráðs í síðustu viku þegar breytt aðalskipulag er enn í ferli, liggur ekki fyrir og hefur þar af leiðandi ekki verið samþykkt. Svo er embættismönnum beitt á íbúana. Á hinum umtalaða íbúafundi 20. mars voru svör embættismanna á einn veg; gerið bara athugasemdir! Lokafresturinn fyrir athugasemdir í þessu leikriti rennur út 5. maí nk. Á borgastjórnarfundinum í gær valtaði meirihlutinn svo yfir vilja Grafarvogsbúa þegar vilyrði fyrir úthlutun lóða borgarráðs í síðustu viku voru staðfest og samþykkt. TIL HVERS ÞESSA GRÆÐGI BORGARINNAR? Til hvers er borgin að þessu brölti? Til hvers þessa græðgi? Hún breytir skipulagi eftir á sem fólk hefur treyst á og byggt og keypt sínar eignir í góðri trú skv. því skipulagi sem hefur verið í gildi. Hún hunsar gildi verðmætra útivistarsvæði - og loks skellir borgin skollaeyrum við því að innviðirnir; skólarnir, leikskólarnir og vegakerfið, er löngu sprungið og þolir ekki meira álag. Til hvers að róta öllu upp og grafa þessar skotgrafir gegn íbúum Grafarvogs? Til hvers? Algerlega óskiljanlegt. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
8. apríl 2025
Ekkert hljóð er frá útsendingu borgarstjórnarfundarins sem hófst í hádeginu. Þar kemur þétting byggðar í Grafarvogi svo sannarlega við sögu. Búið er að úthluta lóðum þótt á sama tíma sé ekki búið að samþykkja breytt aðalskipulag. Það er hneisa. Engu að síður eru íbúar hvattir til að gera athugasemdir við þéttinguna og hafa skilafrest til 5. maí til að senda þær inn - hvaða þýðingu sem það annars hefur fyrst ekkert er gert með sjónarmið íbúanna. Flestir Grafarvogsbúar hafa sömu tilfinninguna - það er valtað yfir vilja okkar Grafarvogsbúa í þessu máli af miklu offorsi. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
8. apríl 2025
NÝJU BORGARSTÝRURNAR láta ekki duga að valta yfir vilja Grafarvogsbúa gegn þéttingu byggðar í grónum hverfum Grafarvogs heldur hafa þær komið auga á nokkra bletti í Breiðholti líka. Í Morgunblaðinu í morgun er rætt við Helga Áss Grétarsson, fyrsta varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem fram kemur að til standi að byggja 1.700 nýjar íbúðir á þéttingarreitum í Breiðholti. Þannig er áformað að byggja 100 íbúðir við tjörnina fallegu í Seljahverfi og 50 íbúðir á fótboltavelli við Suðurhóla og 800 íbúðir í Mjódd. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
8. apríl 2025
ÍBÚAR VIÐ STARENGI MEÐ HÖRÐ MÓTMÆLI. Nýju borgarstýrurnar og meirihlutinn í borgarstjórn hefja borgarstjórnarfund í hádeginu í dag, þriðjdaginn 8. apríl í Ráðhúsinu, með hörð mótmæli frá 111 íbúum við Starengi um að byggja á litla blettinum fyrir neðan Bláu sjoppuna - sem og við áformaðar byggingaframkvæmdir inni á golfvelli GR við Korpu; Thorsvellinum. Íbúarnir sendu mótmælin í tölvupósti til borgarstjórnar í gærkvöldi en mikill asi er á nýja meirihlutanum við að keyra þéttingu byggðar í Grafarvogi í gegn þvert á vilja mikils meirihluta íbúa í hverfinu. Í síðustu viku voru lóðir úthlutaðar þótt ekki sé búið að samþykkja breytt aðalskipulag - og er það ekki bara smekklaust heldur algjör hneisa. Fram kemur í mótmælaskjali íbúanna við Starengi til borgarstjórnarinnar að skýr andstaða íbúanna sé við fyrirhugaðar byggingar á þessum litla bletti við Starengi en þar stendur til að byggja 18 íbúðir á nokkrum hæðum með of fáum bílastæðum og ófullnægjandi aðlögun að hverfinu. Alls voru að minnsta kosti 96,1% íbúa á móti framkvæmdunum en ekki náðist í alla þegar gengið var í hús til að safna undirskriftum. Sjá erindið með mótmælum íbúanna hér. Á meðal þess sem fram kemur í bréfi íbúanna til borgarstjórnar er að tekið verði tillit til vilja íbúanna. „ Borgarstjórn er lýðræðislega kjörin og ber samkvæmt sveitarstjórnarlögum að stjórna í umboði borgarbúa. Þótt lagaleg skylda sé ekki til staðar til að fara eftir ráðgefandi vilja íbúa, ber borgarstjórn: - Siðferðilega og pólitíska ábyrgð á því að hlusta á vilja þeirra sem málið varðar. - Að tryggja að ákvarðanir séu teknar með almenningi, ekki gegn honum. Þær sem stóðu að þessari undirskriftasöfnun og skrifa undir erindið eru þær Þóra Þórsdóttir , Starengi 106, Kristín S. Konráðsdóttir , Starengi 84, Björg Ólafsdóttir , Starengi 18 og Ásdís Kristinsdóttir , Starengi 8.

Eftir Jón G. Hauksson
•
4. apríl 2025
GRÍMULAUS VALDNÍÐSLA! Flestir íbúa í Grafarvogi eru agndofa yfir vinnubrögðum meirihlutans í borgarráði sl. fimmtudag um að hunsa algerlega þá kröftugu bylgju mótmæla við þéttingu byggðar í grónum hverfum Grafarvogs. Það er auðvitað ekkert annað en grímulaus einstefna að úthluta lóðum á reitum í miðju ferli við að breyta aðalskipulagi og íbúar hafa enn rétt til að gera athugasemdir við. Fresturinn til að skila inn athugasemdum var upphaflega 10. apríl en hann hefur verið framlengdur til 5. maí. Hvers konar vinnubrögð eru þetta hjá borgaryfirvöldum sem eru í vinnu fyrir íbúanna? Á hinum fjölmenna íbúafundi 20. mars sl. í Borgum í Spönginni hvöttu embættismenn fundarmenn til að sýna dugnað við að skila inn athugasemdum við breytt aðalskipulag. Við erum hér - stóð stórum stöfum á glærusýningunni og minntu þau orð óþægilega mikið á hina umdeildu setningu í auglýsingu Jóns Gnarrs hér um árið: Við erum hér - hvar ert þú? EIN STÓR LEIKSÝNING Í þessu leikhúsi meirihlutans var það látið líta svo út á fundinum að íbúar hefðu eitthvað um málið að segja. Fyrirkomulag fundarins um að fundarmenn mættu ekki tjá sig og spyrja fyrir opnum tjöldum vakti hins vegar undrun og vissi ekki á gott og fór sannast sagna illa í fundarmenn sem voru mættir til að spyrja, fá skýringar fyrir fullum sal og mótmæla. Raunar kviknaði smá von um að múrar væru að falla þegar Alexandra Briem borgarfulltrúi sté á stokk og tjáði sig á fundinum um að andstaðan kæmi sér á óvart en tekið yrði tillit til sjónarmiða íbúanna. Það reyndist vera leikur einn fyrir hana að segja þetta og fólk trúði henni! Og það reyndist sömuleiðis leikur einn fyrir meirihluta borgarráðs sl. fimmtudag að valta yfir vilja mikils meirihluta Grafarvogsbúa í þessu máli og byrja að úthluta lóðum í skipulagsferli sem ekki er enn lokið - og fólk er enn beðið um að gera athugasemdir við. Sumir telja raunar að verið sé að refsa íbúum Grafarvogs fyrir hin kröftugu mótmæli. LEIKHÚS - OG LENGST AF Á BAK VIÐ TJÖLDIN En um leikhús og tjöld. Fram til þessa hafa verið fluttar fréttir um leyndarhyggju og laumuspil af hálfu meirihlutans varðandi þéttingu byggðarinnar í Grafarvogi og þess gætt að sem minnst fengi að fréttast. Þannig hafa sjálfstæðismenn reynt ítrekað að leggja fram formlegar bókanir í fundargerðir gegn þéttingastefnu meirihlutans en ekki haft erindi sem erfiði. Þess hefur verið gætt að þeirra sögn að fella tillögur þeirra um að koma mótmælunum á dagskrá og bóka þau. TJÖLDIN DREGIN FRÁ Svo rann fimmtudagurinn í síðustu viku upp og hinum nýju stýrum borgarinnar var mikið í mun að sýna vald sitt og úthluta lóðum í miðju ferli. Teningnum var kastað - grímunum var kastað og tjöldin dregin frá. Valdníðslan og yfirgangurinn blasti þá grímulaus við: Grafarvogsbúar hættið að kvarta og mótmæla, við förum okkar fram hvað sem þið segið - er upplifun Grafarvogsbúa. „Samtalið og samvinnan“ sem nýr borgarstjóri hafði gumað af nokkrum dögum áður í ræðustól og á fjölum þessa leikhúss varð skyndilega hjóm eitt. Í þessu eldheita þéttingarmáli virðast borgarfulltrúar meirihlutans ekki í vinnu fyrir Grafarvogsbúa heldur sýnist frekar einbeittur vilji að vinna gegn þeim og óskum þeirra. Áður á bak við tjöldin en núna grímulaust fyrir opnum tjöldum. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
3. apríl 2025
Alls 24 íbúðir takk fyrir . Meirihluti borgarráðs hefur samþykkt að veita Félagsbústöðum vilyrði fyrir byggingarrétti á allt að 8 íbúðum á þessum litla bletti - sem kallast þróunarsvæði - fyrir neðan verslunarmiðstöðina Torgið. Á þessu sama svæði var sömuleiðis samþykkt að veita Bjargi íbúðafélagi vilyrði fyrir byggingarrétti á allt að 16 íbúðum. Íbúar í fjölbýlishúsunum Hverafold 17, 19 og 21 fá þessar nýju íbúðir alveg ofan í sig. Bíllinn á myndinni stendur á bílastæði fyrir framan fjölbýlishúsið Hverafold 17. Þetta er náttúrulega alveg með ólíkindum.