Tæknin að trufla eða skrúfað niður? Ekkert hljóð frá útsendingu fundarins
8. apríl 2025
Ekkert hljóð er frá útsendingu borgarstjórnarfundarins sem hófst í hádeginu. Þar kemur þétting byggðar í Grafarvogi svo sannarlega við sögu.
Búið er að úthluta lóðum þótt á sama tíma sé ekki búið að samþykkja breytt aðalskipulag. Það er hneisa.
Engu að síður eru íbúar hvattir til að gera athugasemdir við þéttinguna og hafa skilafrest til 5. maí til að senda þær inn - hvaða þýðingu sem það annars hefur fyrst ekkert er gert með sjónarmið íbúanna.
Flestir Grafarvogsbúar hafa sömu tilfinninguna - það er valtað yfir vilja okkar Grafarvogsbúa í þessu máli af miklu offorsi. - JGH