Fram


Eftir Jón G. Hauksson 2. mars 2025
Það ríkir svo sannarlega gleði í póstnúmeri 113 ; Grafarholti og Úlfarsárdalnum, eftir gærdaginn þegar Fram varð bikarmeistari karla í handbolta árið 2025 með því að vinna Powerade-bikarinn. Framarar lögðu Stjörnuna að velli 31-25 í spennandi úrslitaleik að Ásvöllum í Hafnarfirði. Þetta er annar bikartitill Framara og sá fyrsti síðan árið 2000. Framarar gátu unnið tvöfalt því kvennalið Fram keppti líka til úrslita á móti Haukum en tapaði þeirri viðureign eftir fremur erfiða byrjun í leiknum þar sem liðið hleypti Haukakonum of langt fram úr sér. Handboltinn er svo sannarlega í hæstu hæðum á svæðinu. Grafarvogur.net óskar Frömurum til hamingju með handboltann; bikarmeistarar karla 2025 og silfrið hjá konunum. Vísir er með mjög góða umfjöllun um leikina og hér má sjá skemmtilega myndasyrpu á visir.is eftir Aron Brink ljósmyndara.
Eftir Jón G. Hauksson 2. mars 2025
Það ríkir svo sannarlega gleði í póstnúmeri 113 ; Grafarholti og Úlfarsárdalnum, eftir gærdaginn þegar Fram varð bikarmeistari karla í handbolta árið 2025 með því að vinna Powerade-bikarinn. Framarar lögðu Stjörnuna að velli 31-25 í spennandi úrslitaleik að Ásvöllum í Hafnarfirði. Þetta er annar bikartitill Framara og sá fyrsti síðan árið 2000. Framarar gátu unnið tvöfalt því kvennalið Fram keppti líka til úrslita á móti Haukum en tapaði þeirri viðureign eftir fremur erfiða byrjun í leiknum þar sem liðið hleypti Haukakonum of langt fram úr sér. Handboltinn er svo sannarlega í hæstu hæðum á svæðinu. Grafarvogur.net óskar Frömurum til hamingju með handboltann; bikarmeistarar karla 2025 og silfrið hjá konunum. Vísir er með mjög góða umfjöllun um leikina og hér má sjá skemmtilega myndasyrpu á visir.is eftir Aron Brink ljósmyndara.

Eftir Jón G. Hauksson 27. febrúar 2025
Það var fagnað í póstnúmeri 113 í gærkvöldi ; Grafarholti og Úlfársárdal. Fram vann þriggja marka sigur gegn Aftureldingu 36-33 í algjörum spennutrylli á Ásvöllum í gærkvöldi og eru þar með komnir í úrslit í bikarkeppninni í handbolta; Powerade-bikarnum, og mæta Stjörnunni í úrslitum á laugardaginn. Framarar voru lengst af yfir. Staðan var jöfn þegar rúmlega 30 sekúndur voru eftir þá töpuðu Framarar boltanum og Mosfellingar brunuðu upp og skoruðu. Þá tóku Framarar leikhlé og náðu að jafna undir það allra, allra síðasta. Leikurinn fór þá í framlengingu þar sem Framarar höfðu betur og mæta Stjörnunni í úrslitum - en Stjörnmenn unnu Vestmannaeyinga á Ásvöllum fyrr um kvöldið. Hér má sjá öfluga frétt Vísis um leikinn og skemmtilegar myndir Vilhelms Gunnarssonar ljósmyndara.
Eftir Jón G. Hauksson 25. febrúar 2025
Handbolti. Framarar standa í ströngu næstu daga í bikarkeppninni í handbolta; Powerade-bikarnum, og ballið byrjar á morgun hjá körlunum. Bæði karla- og kvennalið Fram eru komin í undanúrslitin - fjögurra lið keppnina - og svo gæti farið að Fram nái tveimur titlum á laugardag, en gæti líka setið uppi með sárt ennið. Keppt er á Ásvöllum í Hafnarfirði. Hjá körlunum hefst keppnin á morgun kl. 18:00 með leik Stjörnunnar og ÍBV en Fram og Afturelding mætast í seinni leiknum kl. 20:15. Undanúrslitin hjá konunum verða á fimmtudaginn. Kl. 18:00 eigast Reykjavíkurstórveldin Fram og Valur við og kl. 20:15 er það leikur Gróttu og Hauka. Úrslitaleikir Powerade-bikarsins verða svo á laugardaginn 1. mars. Úrslitaleikur kvenna hefst 13:30 og úrslitaleikur karla kl. 16:00 og báðir leikirnir verða í beinum útsendingum á RÚV.
Eftir Jón G. Hauksson 17. febrúar 2025
Framarar sögðu frá því á heimasíðu félagsins um síðustu helgi að félagið hefði fengið sænskan sóknarmann til meistaraflokks félagsins í knattspyrnu en hann er ekki alls ókunnur hjá félaginu. „Það gleður okkur mikið að kynna komu Jakob Byström til félagsins,“ sagði í frétt frá félaginu. „Jakob er ungur og efnilegur sóknarmaður sem kemur til okkar frá Svíþjóð. Seint á síðasta ári var hann á reynslu hjá liðinu þar sem hann stóð sig vel og hreif þjálfarateymið okkar. Við hlökkum til að fylgjast með Jakob vaxa og dafna á sínu nýja heimili og bjóðum hann hjartanlega velkominn í okkar góða félag,“ sagði í frétt frá Fram.
Eftir Jón G. Hauksson 7. febrúar 2025
Markús Páll Ellertsson , leikmaður Fram, hefur verið seldur til Ítalíu en þar gengur hann til liðs við Triestina Calcio í Serie C. Í frétt frá Fram segir að mikill söknuður verði af Markúsi sem sé Framari út í gegn. „Hann hefur spilað upp alla flokka með Fram og höfum við nú þegar fengið að sjá hann spreyta sig með meistaraflokknum. Við munum fylgjast náið með okkar manni og óskum við honum alls hins besta í þessu nýja verkefni. Þessi tíðindi undirstrika það frábæra starf sem er unnið í okkar yngri flokka starfi og erum við gífurlega stolf af því að deila þessu með ykkur.“ 
Skoða fleiri fréttir
Share by: