Menning


Eftir Jón G. Hauksson 24. mars 2025
Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur í Grafarvogi, ræddi um börn ljóssins í prédikun sinni í gær og kom meðal annars inn á þáttaröðina Adolescence á Netflix sem þykir taka mjög vel á hnífsstungum meðal unglinga sem er orðið stórt vandamál víða um heim. Arna Ýrr gagnrýndi sömuleiðis þau orð Elon Musk að samkennd væri einn helsti veikleiki Vesturlanda. Sagði hún að mannfræðingar hefðu bent á að sterk tengsl væru milli samkenndar og þess að siðmenning mótaðist. ÞÁTTARÖÐIN ADOLESCENCE En grípum niður í prédikun Örnu Ýrr um stóraukna glæpi í formi hnífstungna: „Ef þið hafið horft á þáttaröðina Adolescence á Netflix, sem er ein umtalaðasta þáttaröðin í dag, um 13 ára dreng sem myrðir skólasystur sína, þá sjáum við birtingarmynd þess sem getur gerst þegar sundrungin vex í okkar nærumhverfi. Þegar sundrungin birtist í skólastarfinu, í unglingahópunum okkar, og ákveðnir hópar fara að dýrka einhverja skakka mynd af því sem kallast karlmennska, en er ekkert annað en andi ofríkis og sundrungar. Þessi þáttaröð lýsir því hvernig þetta hefur áhrif á einstaklinga, hvernig sumir verða fórnarlömb, og aðrir gerendur, og hvaða ábyrgð við berum öll; foreldrar, fjölskylda, nærsamfélagið og skólinn.“ RIDDARAR KÆRLEIKANS - BÖRN LJÓSSINS „Og þarna getum við öll gert eitthvað og haft áhrif. Við þurfum að tala saman um hvað það er að vera manneskja. Hvernig okkur gengur öllum betur ef við vinnum saman, sýnum samkennd og leyfum okkur að sýna okkar veiku hliðar og hjálpa hvert öðru. Halla Tómasdóttir forseti hefur talað um riddara kærleikans. Páll postuli talar um börn ljóssins . Hann segir í texta dagsins: Eitt sinn voruð þið myrkur en nú eruð þið ljós í Drottni. Hegðið ykkur því eins og börn ljóssins – því að ávöxtur ljóssins er einskær góðvild, réttlæti og sannleikur. Það eru þessir ávextir sem við viljum sjá, í samfélaginu okkar, og líka í okkar lífi. Góðvild, réttlæti og sannleikur. Þetta er ekki hugarfar þess sem beitir ofríki og sundrar og tvístrar. Þetta er ekki hugarfar þess sem telur að samkennd sé veikleiki. Þetta er hugarfar Krists. Verðið því eftirbreytendur Guðs svo sem elskuð börn hans, segir Páll postuli. Lifið í kærleika eins og Kristur elskaði okkur og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur . Þetta er verkefnið okkar, og þetta eru verkfærin okkar: Samkennd, kærleikur, góðvild og réttlæti. Þá lifum við sem riddarar kærleikans, þá erum við sannarlega börn ljóssins.“
Eftir Jón G. Hauksson 24. mars 2025
Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur í Grafarvogi, ræddi um börn ljóssins í prédikun sinni í gær og kom meðal annars inn á þáttaröðina Adolescence á Netflix sem þykir taka mjög vel á hnífsstungum meðal unglinga sem er orðið stórt vandamál víða um heim. Arna Ýrr gagnrýndi sömuleiðis þau orð Elon Musk að samkennd væri einn helsti veikleiki Vesturlanda. Sagði hún að mannfræðingar hefðu bent á að sterk tengsl væru milli samkenndar og þess að siðmenning mótaðist. ÞÁTTARÖÐIN ADOLESCENCE En grípum niður í prédikun Örnu Ýrr um stóraukna glæpi í formi hnífstungna: „Ef þið hafið horft á þáttaröðina Adolescence á Netflix, sem er ein umtalaðasta þáttaröðin í dag, um 13 ára dreng sem myrðir skólasystur sína, þá sjáum við birtingarmynd þess sem getur gerst þegar sundrungin vex í okkar nærumhverfi. Þegar sundrungin birtist í skólastarfinu, í unglingahópunum okkar, og ákveðnir hópar fara að dýrka einhverja skakka mynd af því sem kallast karlmennska, en er ekkert annað en andi ofríkis og sundrungar. Þessi þáttaröð lýsir því hvernig þetta hefur áhrif á einstaklinga, hvernig sumir verða fórnarlömb, og aðrir gerendur, og hvaða ábyrgð við berum öll; foreldrar, fjölskylda, nærsamfélagið og skólinn.“ RIDDARAR KÆRLEIKANS - BÖRN LJÓSSINS „Og þarna getum við öll gert eitthvað og haft áhrif. Við þurfum að tala saman um hvað það er að vera manneskja. Hvernig okkur gengur öllum betur ef við vinnum saman, sýnum samkennd og leyfum okkur að sýna okkar veiku hliðar og hjálpa hvert öðru. Halla Tómasdóttir forseti hefur talað um riddara kærleikans. Páll postuli talar um börn ljóssins . Hann segir í texta dagsins: Eitt sinn voruð þið myrkur en nú eruð þið ljós í Drottni. Hegðið ykkur því eins og börn ljóssins – því að ávöxtur ljóssins er einskær góðvild, réttlæti og sannleikur. Það eru þessir ávextir sem við viljum sjá, í samfélaginu okkar, og líka í okkar lífi. Góðvild, réttlæti og sannleikur. Þetta er ekki hugarfar þess sem beitir ofríki og sundrar og tvístrar. Þetta er ekki hugarfar þess sem telur að samkennd sé veikleiki. Þetta er hugarfar Krists. Verðið því eftirbreytendur Guðs svo sem elskuð börn hans, segir Páll postuli. Lifið í kærleika eins og Kristur elskaði okkur og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur . Þetta er verkefnið okkar, og þetta eru verkfærin okkar: Samkennd, kærleikur, góðvild og réttlæti. Þá lifum við sem riddarar kærleikans, þá erum við sannarlega börn ljóssins.“

Eftir Jón G. Hauksson 24. mars 2025
Biskup Íslands, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, prédikaði í þéttsetinni Skálholtskirkju í sunnudagsmessu í gær. „Ég tók þátt í dásamlegri messu og fékk það hlutverk að prédika og blessa söfnuðinn - og þjónaði ásamt sr. Kristínu Þórunni sóknarpresti, Bergþóru Ragnarsdóttur djákna og sr. Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi. Þá má ekki gleyma organistanum Jóni Bjarnasyni og Kór Skálholtskirkju sem buðu upp á fagra tónlist og leiddu okkur í söng. Að messu lokinni var boðið upp á súpu og heimabakað brauð á veitingastanum Hvönn,“ segir biskup um heimsókn sína í Skálholtskirkju í gær. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson , fyrrum prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands í áratugi, sótti messuna og segir í færslu á FB að í áheyrilegri prédikun hafi biskup ekki síst fjallað um hamingjuna. Þá hefur hann orð á því hve altaristaflan í Skálholtskirkju sé stórkostlegt listaverk og honum hugleikin. SYSTURNAR TRÚ OG LIST „Í guðsþjónustunni að þessu sinni naut ég auk helgihaldsins sjálfs þess að horfa á hina mögnuðu altaristöflu Nínu Tryggvadóttur og lifa mig inn í verkið, þar sem Kristur opinberar sig, nánast eins og hann komi í gegnum vegginn. Stórkostlegt listaverk þar sem systurnar trú og list haldast í hendur með áhrifamiklum hætti.“ Við birtum hér myndir sem Gunnlaugur tók af biskupi í prédikunarstólnum í Skálholtskirkju í messunni sem og af hinni tignarlegu Skálhotskirkju í blíðviðrinu í gærmorgun.
Eftir Jón G. Hauksson 19. mars 2025
Guðrún Kvaran , prófessor emeritus í íslensku við Háskóla Íslands, gerir alvarlega athugasemd við það að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, noti ekki fullt nafn við undirskrift sína heldur skrifi Halla Tomas. Um þetta er athyglisverð frétt í Morgunblaðinu í morgun. „Það er alveg út í bláinn,“ segir Guðrún. 
Eftir Jón G. Hauksson 17. mars 2025
David Lynch er allur og ég skissað i upp kauða í morgun, skrifaði listamaðurinn Reynir Hauksson í janúar sl. og smellti þessari ágætu mynd á FB. Þessi mynd vakti athygli mína á sínum tíma og ég mátti til með að draga hana fram þegar ég fékk fréttatilkynningu um að Reynir yrði með myndlistarsýningu á Hvanneyri um þessa helgi. Ekki veit ég til þess að hann hafi nein tengsl við Grafarvoginn; hann er Borgfirðingur og þekktur fyrir frábæra gítarkunnáttu og myndlistarhæfileika. Sýningin á Hvanneyri heitir Fólkið, fjöllin og vatnið og verður opnuð klukkan 20 nk. föstudagskvöld, 21 mars í Skemmunni á Hvanneyri og verður aðeins opin um helgina. Reynir hefur getið sér gott orð sem einn helsti túlkandi Flamenco- og spænskrar tónlistar á Íslandi en síðustu ár hefur hann einbeitt sér meira að myndlist. Hann útskrifaðist frá Madrid Academy of Art síðasta sumar og sýningin á Hvanneyri er hans fyrsta myndlistarsýning á Íslandi. Í listmálun sinni fæst Reynir við realisma þar sem landslag Borgarfjarðar og andlitslag Borgfirðinga er dregið fram á einstakan og skapandi hátt. En aðeins nánar um David Lyncs og Reyni. „Frábær og einstakur kvikmyndagerðarmaður sem skilur eftir sig gríðarlega arfleið. Hann náði almennum vinsældum með framúrstefnu myndum sem er nú ekki algengt að menn nái. Ég man þegar ég sá Muholland Drive fyrst á RÚV sem unglingur. Skildi ekki baun en var samt dáleiddur allan tímann. Einhverjum árum síðar horfði ég á Twin Peaks-þáttaröðina og hafði gaman af því að heyra Öxar við ána sungið. Ég skissaði kauða upp í morgun,“ skrifaði Reynir 16. janúar á FB eftir fregnina um andlát Davids Lynch.
Eftir Jón G. Hauksson 13. mars 2025
Útför séra Vigfúsar Þórs Árnasonar, fyrrverandi sóknarprests í Grafarvogi, verður kl. 13 í dag frá Grafarvogskirkju. Streymt verður frá útförinni á https://streyma.is/streyma/. Vigfús lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. febrúar síðastliðinn. Hann varð sóknarprestur á Siglufirði árið 1976 og síðan í Grafarvogi árið 1989 og þjónaði í sókninni okkar til ársins 2016 þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Fjölmargar minningargreinar eru um séra Vigfús í Morgunblaðinu í morgun. Blessuð sé minning Vigfúsar Þórs. Engum manni á söfnuðurinn í Grafarvogi jafnmikið að þakka og séra Vigfúsi sem byggði upp sóknina frá grunni og lét mjög til sín taka við byggingu Grafarvogskirkju ásamt mjög svo duglegu fólki í sókninni.
Eftir Jón G. Hauksson 12. mars 2025
Við höldum hér áfram umfjöllun okkar um Gufunesradíó, Loftskeytastöðina í Gufunesi, en grein okkar frá í gær hefur vakið mikla athygli og fékk góða lesningu. Byggðasafnið á Skógum er með gömul tæki úr stöðinni og á myndir sem fróðlegt er að skoða. Hún er mögnuð myndin sem safnið á af stöðinni og umhverfi hennar þegar hún var nýtekin til starfa í „Rimahverfinu“ árið 1935. Myndin er sögð frá fyrstu árum stöðvarinnar og við gefum okkur að hún sé tekin árið eftir, eða 1936. Meðfylgjandi myndir í greininni okkar eru fengnar frá Skógasafni. Takið eftir því hvað möstrin og loftnetin eru mörg! Gufunesstöðin var heill heimur út af fyrir sig og stöðin böðuð ákveðnum ljóma með öll þessi möstur og loftnet. Kallmerki stöðvarinnar var Gufunes-radíó og tíðnin fyrir bílana 2790 kHz. Eftirfarandi texta og myndir af loftskeytastöðinni er að finna á Sarpinum en þar kemur fram að gamla loftskeytastöðin á Melunum, rétt hjá Háskólabíói og Veröld - húsi Vigdísar, sem tók til starfa 1918 var lögð niður árið 1963 og öll starfsemin flutt upp í Gufunes og allri talstöðvarþjónustu við skip, flug og bíla þjónað þaðan.
Eftir Jón G. Hauksson 11. mars 2025
Við mælum með. Það eru ekki bara bækur í Borgarbókasafninu í Spöng heldur er safnið lifandi menningarsetur með alls kyns viðburðum. Það er til dæmis hægt að mæla með því að kíkja þangað kl. 13:00 nk. laugardag, 15. mars, þegar Helga Margrét Clarke söngkona, Jón Ingimundarson píanóleikari og Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari flytja tónlist um konur, og eftir konur, í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Tónleikarnir standa yfir í um 45 mínútur. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Dægurflugur í hádeginu, sem fer fram yfir vetrartímann. Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari hefur umsjón með tónleikunum, hann fær til sín ólíkt tónlistarfólk í hvert sinn. Helga Margrét Clarke, söngkona og lagahöfundur, er þekkt fyrir að flétta saman áhrifum frá klassískri og rytmískri tónlist á einstakan hátt. Flutningur hennar einkennist af djúpri túlkun sem heillar áheyrendur og skapar sterka tengingu við textann og tónlistina. Frítt er inn á tónleikana og eru allir hjartanlega velkomnir. Tónleikarnir hefjast kl. 13:15 og þeim lýkur kl. 14:00
Skoða fleiri fréttir
Share by: