Alls 24 íbúðir takk fyrir. Meirihluti borgarráðs hefur samþykkt að veita Félagsbústöðum vilyrði fyrir byggingarrétti á allt að 8 íbúðum á þessum litla bletti - sem kallast þróunarsvæði - fyrir neðan verslunarmiðstöðina Torgið. Á þessu sama svæði var sömuleiðis samþykkt að veita Bjargi íbúðafélagi vilyrði fyrir byggingarrétti á allt að 16 íbúðum.
Íbúar í fjölbýlishúsunum Hverafold 17, 19 og 21 fá þessar nýju íbúðir alveg ofan í sig. Bíllinn á myndinni stendur á bílastæði fyrir framan fjölbýlishúsið Hverafold 17. Þetta er náttúrulega alveg með ólíkindum.