Skoðun


Eftir Jón G. Hauksson 22. mars 2025
Ekki er ég sammála þeim sem halda því fram að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafi staðið sig vel á blaðamannafundinum í hádeginu í gær. Vissulega var hún róleg og yfirveguð en málefnalega fannst mér hún eiga í vandræðum með að útskýra vikuþögn og aðgerðaleysi sitt, ekki síst í ljósi þess að hún sagði á fundinum að mál Ásthildar Lóu væri „grafalvarlegt“. Inga Sæland notaði meira að segja orðalagið „mannlegur harmleikur“. Ásthildur Lóa lagði sömuleiðis sjálf ákveðin dóm á málið með því að segja af sér. Maður spyr sig hvers vegna hún tók þá ákvörðun fyrst svo margir telja núna að þetta sé ekkert mál heldur fyrst og fremst ofsóknir og heykvíslar fjölmiðla. Málið snýst ekki lengur um Ásthildi heldur Kristrúnu, hvernig forsætisráðherra tók á því – eða öllu heldur tók ekki á því í heila viku eftir að hún vissi um málavöxtu – og það þótt hún liti á málið sem „grafalvarlegt“. AÐGERÐARLEYSIÐ FRÁ 13. MARS Eðlilega gerði Kristrún allt hvað hún gat á fundinum til að þetta mál smitaðist ekki yfir á hana. Tekst henni það? Eftir stendur sú spurning hvort með aðgerðaleysi sínu í viku, frá 13. mars, hafi ætlunin verið að bíða og sjá hvernig þetta mál þróaðist – og hvort það yrði að einhverju; að það hafi nú ekki þótt alvarlegra en það. Þá fannst mér það ódýr skýring hjá Kristrúnu að afsaka sig með því að engin staðfesting hefði verið komin á sannleiksgildi upplýsinganna, sem hún hefði fengið um Ásthildi Lóu 13. mars, og endurtaka nokkrum sinnum að málið væri opið í málaskrá – og væri þar enn opið og vika væri stuttur tími í stjórnsýslunni. En allt í einu hefðu sannleiksgildi ábendingar konunnar legið fyrir þegar RÚV ætlaði að segja frá. TVÆR MÍNÚTUR AÐ LEITA Í ÞJÓÐSKRÁ Það hefði ekki tekið Kristrúnu nema tvær mínútur að fara inn í þjóðskrá og fletta upp á föðurnum og finna út hvenær hann væri fæddur – sem og fletta því upp hvenær sonur þeirra Ásthildar Lóu væri fæddur. Í venjulegu fyrirtæki hefði forstjóri, sem hefði fengið upplýsingar um mál sem hann teldi „grafalvarlegt“ um einn af framkvæmdastjórum sínum, sett það í forgang, rifið upp símann og hringt í viðkomandi á nóinu og spurt: Er þetta rétt? En þetta er víst ekki hægt í ráðuneytunum nema brjóta trúnað, er manni sagt. Sannast sagna á ég bágt með að trúa því að engir símar hafi verið teknir upp í heila viku um málið og engin símtöl átt sér stað baksviðs á milli Kristrúnar, Ingu og Þorgerðar Katrínar um málið og finnst ótrúverðugt að þær Inga og Þorgerður hafi ekki frétt af því fyrr en á krísufundi rétt fyrir útsendingu. Öðru vísi mér áður brá. Eftir því er tekið að Kristrún horfir ætíð á Þorgerði í öllum útsendingum þar sem þær eru saman og Þorgerður kinkar gjarnan kolli til hennar á móti til samþykkis. Leitaði Kristrún virkilega ekki ráða hjá Þorgerði Katrínu í þessu erfiða máli þegar hún vissi málavöxtu? TRÚNAÐARBRESTUR? Nú er því haldið fram að Kristrún og forsætisráðuneytið hafi brotið trúnað með því að leka nafni konunnar sem bað fyrst 9. mars um fundinn með Kristrúnu og sendi svo efnislegar upplýsingar um málið 13. mars. Sjálfsagt er hægt að hártoga það hvort það heiti leki af aðstoðarmanni Kristrúnar að spyrja Ásthildi Lóu hvort hún þekkti konuna þrátt fyrir það að ráðuneytið hefði lofað konunni algjörum trúnaði og þess utan var á þeim tíma ekki búið að ákveða hvort funda ætti með konunni - sem síðar var ákveðið að gera ekki - en konan hafði sagt að Ásthildur Lóa gæti líka setið fundinn en það væri í höndum Kristrúnar að ákveða það. Sennilega hefði verið best fyrir Kristrúnu að funda með konunni og boða Ásthildi á hann – líkt og konan hafði gefið vilyrði fyrir. Það hefði líklega þýtt að afsögn Ásthildar hefði komið viku fyrr – en ekki í fyrradag. Sömuleiðis var það eflaust dómgreindarleysi hjá Ásthildi að taka þetta ráðuneyti að sér þegar hún metur þetta mál úr fortíð sinni svo viðkvæmt. Þær Kristrún, Þorgerður og Inga ræddu um ábyrga afstöðu ríkisstjórnarinnar í þessu máli og góðan karakter. Ég staldraði við þetta þar sem hamrað var á því að ákvörðunin hefði verið Ásthildar „eftir að þær fóru yfir alla valkosti í málinu“. Eflaust lesa einhverjir á milli línanna að þær hafi gert Ásthildi að segja af sér og er varla hægt að ásaka neinn fyrir að draga þá ályktun. Inga Sæland orðaði það raunar svo að þetta hefði verið „hetjuleg ákvörðun“ Ásthildar. KRISTRÚN KOMIN MEÐ MÁLIÐ Í FANGIÐ Núna, þegar umræðan snýst um leka og trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins, flækir það málið að konan sem bað um fundinn með Kristrúnu hélt að þessi bomba hennar yrði hávaðalaus og hún gæti fundað með forsætisráðherra og Ásthildur segði bara af sér rétt sísvona. Og þetta virðist hún hafa haldið í alvöru því henni var það í lófa lagið að fara strax með málið í fjölmiðla. Þess í stað þvældi hún blásaklausum forsætisráðherra inn í málið sem á erfitt með að útskýra aðgerðarleysi sitt í svo „grafalvarlegu“ máli; svo sannfærandi sé.
Eftir Jón G. Hauksson 22. mars 2025
Ekki er ég sammála þeim sem halda því fram að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafi staðið sig vel á blaðamannafundinum í hádeginu í gær. Vissulega var hún róleg og yfirveguð en málefnalega fannst mér hún eiga í vandræðum með að útskýra vikuþögn og aðgerðaleysi sitt, ekki síst í ljósi þess að hún sagði á fundinum að mál Ásthildar Lóu væri „grafalvarlegt“. Inga Sæland notaði meira að segja orðalagið „mannlegur harmleikur“. Ásthildur Lóa lagði sömuleiðis sjálf ákveðin dóm á málið með því að segja af sér. Maður spyr sig hvers vegna hún tók þá ákvörðun fyrst svo margir telja núna að þetta sé ekkert mál heldur fyrst og fremst ofsóknir og heykvíslar fjölmiðla. Málið snýst ekki lengur um Ásthildi heldur Kristrúnu, hvernig forsætisráðherra tók á því – eða öllu heldur tók ekki á því í heila viku eftir að hún vissi um málavöxtu – og það þótt hún liti á málið sem „grafalvarlegt“. AÐGERÐARLEYSIÐ FRÁ 13. MARS Eðlilega gerði Kristrún allt hvað hún gat á fundinum til að þetta mál smitaðist ekki yfir á hana. Tekst henni það? Eftir stendur sú spurning hvort með aðgerðaleysi sínu í viku, frá 13. mars, hafi ætlunin verið að bíða og sjá hvernig þetta mál þróaðist – og hvort það yrði að einhverju; að það hafi nú ekki þótt alvarlegra en það. Þá fannst mér það ódýr skýring hjá Kristrúnu að afsaka sig með því að engin staðfesting hefði verið komin á sannleiksgildi upplýsinganna, sem hún hefði fengið um Ásthildi Lóu 13. mars, og endurtaka nokkrum sinnum að málið væri opið í málaskrá – og væri þar enn opið og vika væri stuttur tími í stjórnsýslunni. En allt í einu hefðu sannleiksgildi ábendingar konunnar legið fyrir þegar RÚV ætlaði að segja frá. TVÆR MÍNÚTUR AÐ LEITA Í ÞJÓÐSKRÁ Það hefði ekki tekið Kristrúnu nema tvær mínútur að fara inn í þjóðskrá og fletta upp á föðurnum og finna út hvenær hann væri fæddur – sem og fletta því upp hvenær sonur þeirra Ásthildar Lóu væri fæddur. Í venjulegu fyrirtæki hefði forstjóri, sem hefði fengið upplýsingar um mál sem hann teldi „grafalvarlegt“ um einn af framkvæmdastjórum sínum, sett það í forgang, rifið upp símann og hringt í viðkomandi á nóinu og spurt: Er þetta rétt? En þetta er víst ekki hægt í ráðuneytunum nema brjóta trúnað, er manni sagt. Sannast sagna á ég bágt með að trúa því að engir símar hafi verið teknir upp í heila viku um málið og engin símtöl átt sér stað baksviðs á milli Kristrúnar, Ingu og Þorgerðar Katrínar um málið og finnst ótrúverðugt að þær Inga og Þorgerður hafi ekki frétt af því fyrr en á krísufundi rétt fyrir útsendingu. Öðru vísi mér áður brá. Eftir því er tekið að Kristrún horfir ætíð á Þorgerði í öllum útsendingum þar sem þær eru saman og Þorgerður kinkar gjarnan kolli til hennar á móti til samþykkis. Leitaði Kristrún virkilega ekki ráða hjá Þorgerði Katrínu í þessu erfiða máli þegar hún vissi málavöxtu? TRÚNAÐARBRESTUR? Nú er því haldið fram að Kristrún og forsætisráðuneytið hafi brotið trúnað með því að leka nafni konunnar sem bað fyrst 9. mars um fundinn með Kristrúnu og sendi svo efnislegar upplýsingar um málið 13. mars. Sjálfsagt er hægt að hártoga það hvort það heiti leki af aðstoðarmanni Kristrúnar að spyrja Ásthildi Lóu hvort hún þekkti konuna þrátt fyrir það að ráðuneytið hefði lofað konunni algjörum trúnaði og þess utan var á þeim tíma ekki búið að ákveða hvort funda ætti með konunni - sem síðar var ákveðið að gera ekki - en konan hafði sagt að Ásthildur Lóa gæti líka setið fundinn en það væri í höndum Kristrúnar að ákveða það. Sennilega hefði verið best fyrir Kristrúnu að funda með konunni og boða Ásthildi á hann – líkt og konan hafði gefið vilyrði fyrir. Það hefði líklega þýtt að afsögn Ásthildar hefði komið viku fyrr – en ekki í fyrradag. Sömuleiðis var það eflaust dómgreindarleysi hjá Ásthildi að taka þetta ráðuneyti að sér þegar hún metur þetta mál úr fortíð sinni svo viðkvæmt. Þær Kristrún, Þorgerður og Inga ræddu um ábyrga afstöðu ríkisstjórnarinnar í þessu máli og góðan karakter. Ég staldraði við þetta þar sem hamrað var á því að ákvörðunin hefði verið Ásthildar „eftir að þær fóru yfir alla valkosti í málinu“. Eflaust lesa einhverjir á milli línanna að þær hafi gert Ásthildi að segja af sér og er varla hægt að ásaka neinn fyrir að draga þá ályktun. Inga Sæland orðaði það raunar svo að þetta hefði verið „hetjuleg ákvörðun“ Ásthildar. KRISTRÚN KOMIN MEÐ MÁLIÐ Í FANGIÐ Núna, þegar umræðan snýst um leka og trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins, flækir það málið að konan sem bað um fundinn með Kristrúnu hélt að þessi bomba hennar yrði hávaðalaus og hún gæti fundað með forsætisráðherra og Ásthildur segði bara af sér rétt sísvona. Og þetta virðist hún hafa haldið í alvöru því henni var það í lófa lagið að fara strax með málið í fjölmiðla. Þess í stað þvældi hún blásaklausum forsætisráðherra inn í málið sem á erfitt með að útskýra aðgerðarleysi sitt í svo „grafalvarlegu“ máli; svo sannfærandi sé.

Eftir Jón G. Hauksson 3. mars 2025
Augu allra beinast núna að nýrri forystu Sjálfstæðisflokksins eftir glæsilegan landsfund flokksins í Laugardalshöllinni í gær þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir (50,1%) sigraði Áslaug Örnu Sigurbjörnsdóttur (49,1%) með minnsta mun – eða 19 atkvæðum - til formennsku í flokknum. Þær voru í raun hnífjafnar sem leiðtogar flokksins og það vekur aftur upp spurningar um stöðu Áslaugar innan flokksins eftir þessi úrslit. Nýkjörinn formaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, nefndi í sigurræðu sinni að hún ætlaði að gera Sjálfstæðisflokkinn að breiðfylkingu. „Ég ætla að vera breiðfylking,“ eins og hún orðaði það. Ekki fór á milli mála að Áslaugu Örnu var mjög brugðið þegar úrslitin voru kynnt - eðlilega! Halda má því fram að Jón Gunnarsson, yfirlýstur stuðningsmaður Áslaugar, hafi gert henni grikk með því að hjóla í Guðrúnu nánast kvöldið fyrir formannskjörið. Til að Sjálfstæðisflokkurinn nái sér á strik í alþingiskosningum eftir fjögur ár – ef þær verða ekki fyrr – þarf flokkurinn að rífa upp fylgi sitt í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári; gamla höfuðvígi flokksins. Það er algjör forsenda fyrir sókn og sigri í næstu alþingiskosningum undir forystu Guðrúnar. Það var mikið happ fyrir flokkinn að Inga Sæland hefði kippt í spotta og stöðvað nýjar meirihlutaviðræður undir forystu Hildar Björnsdóttur. Við það hefði hin algera óstjórn Dags B. smitast að óþörfu yfir á Sjálfstæðisflokkinn í kosningabaráttunni á næsta ári. Nefnt hefur verið að Guðlaugur Þór ætli hugsanlega að fara fram í borginni og þá væntanlega sem oddviti flokksins en Hildur Björnsdóttir hefur verið í því hlutverki undanfarin ár. En hvað með Áslaugu Örnu? Hún þarf afgerandi forystuhlutverk eftir svo hnífjöfn úrslit í gær. Ekki dugir að hafa hana á kantinum næstu fjögur árin þar sem Guðrún og Jens Garðar Helgason verða í forsvari fyrir flokkinn. Rödd Áslaugar, sem öflugur leiðtogi, verður að heyrast. Þess vegna gæti það verið sterkur millileikur hjá henni að fara fram í borginni á næsta ári – og vinna þar stórsigur. Takist henni það styrkir hún sig enn frekar sem annar tveggja leiðtoga flokksins og rífur fylgið í leiðinni upp í næstu alþingiskosningum. Hennar tími mun svo koma – þótt sá frasi sé að vísu frátekinn. Svo hnífjöfn úrslit á milli þeirra Guðrúnar og Áslaugar á landsfundinum í gær eru skilaboð um að þær verði báðar að vera í eldlínunni. Ekkert annað er í stöðunni. Rödd Áslaugar verður að heyrast samhliða Guðrúnar. Hvernig verður það best gert - hvers vegna ekki að hún fari fram í borginni með ferska vinda og alsendis laus við aðkomu að ýmsum grænum gímöldum sem þar er finna? - Jón G. Hauksson
Eftir Jón G. Hauksson 1. mars 2025
Biðlaun Ragnars Þórs Ingólfssonar, fráfarandi formanns VR, eru auðvitað eitt af málum vikunnar. Segja má að hann hafi ekki átt sjö dagana sæla - eða það hefði maður haldið - eftir að upplýst var að hann hefði beðið um að fá sex mánaða biðlaun, eingreiðslu upp á næstum 10 milljónir í janúar sl., án þess þó að hann biði eftir nýju starfi enda orðinn þingmaður fyrir Flokk fólksins og fékk þess utan væna launagreiðslu, tvöfaldan tékka vegna fyrirframgreiðslu, frá Alþingi í desember líkt og aðrir nýkjörnir þingmenn. Engan bilbug er hins vegar að finna á Ragnari vegna þessara biðlauna þótt hann hafi gagnrýnt það á sínum tíma þegar formaður VR fékk slík biðlaun – sem eru í starfskjörum formanna félagsins. Ragnar hefur sömuleiðis verið áberandi verkalýðsforingi ásamt Önnu Sólveigu Jónsdóttur í Eflingu og mjög gagnrýninn á ofurlaun og sjálftöku stjórnenda. En það sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfir hann, eins og sálmaskáldið orðaði það. Í krísu Ragnars hefur hann beitt óvenjulegri krísustjórnun. Hann segist hafa fullan skilning á að þetta mál hans slái fólk illa. Þetta ruglar okkur hin vissulega í ríminu því halda mætti að þarna talaði gamli foringinn með gamla baráttuneistann – og nýfægðu spjöldin – og væri því á móti þessari greiðslu til hins fráfarandi formanns sem sestur væri á þing. En líklegast eru það rök Ragnars fyrir ásókn hans í þessar 10 milljónir í janúar sem hafa komið flatt upp á flesta – nema Finnbjörn Hermannsson hjá ASÍ og Kristján Þór Snæbjarnason, þingmann og fráfarandi formann Rafniðnaðarsambandsins sem verður þar á biðlaunum fram á vor þótt nýkjörinn þingmaður sé fyrir Samfylkinguna. Ragnar hefur nefnilega orðað það svo að hann þyrfti á fénu að halda til að setja í sérstakan neyðarsjóð fjölskyldunnar. SOS-hjálp í neyð. Sem verkalýðsforingi væri hann jú búinn að segja of mikið og gagnrýna ofurlaun og atvinnurekendur – og ekki auðvelt að fá vinnu hjá þeim eftir það sem á undan væri gengið. Vandinn við þessi Ragnarsrök er sá að hann var kjörinn á þing í endaðan nóvember og kominn þar á launaskrá þegar í desember. Þar fær hann svo aftur biðlaun þegar hann hverfur af þingi, hvenær sem það verður. En Ragnarsrökin voru ekki tæmd. Það var eiginlega alslemma í þessu; hann átti þetta skilið! – og dró upp úr hattinum gamla trixið um fórnfýsina! Hann hefði jú afsalað sér launahækkunum upp á samtals 400 þús. á mánuði. Með 1,3 milljónir á mánuði fyrir formennskuna í VR hefði hann afsalað sér þar 300 þús. kr. launahækkun á mánuði og þess utan hefði hann beðið um helmings launalækkun sem formaður, LIV, Landssambands íslenskra verslunarmanna, og hefði sambandið fallist á að lækka laun hans um 25%, eða um 100 þús. á mánuði, þ.e. úr 400 þús. í 300 þús. kr. á mánuði. Í röksemdafærslu sinni setti Ragnar reiknivélina í gang, sló inn árafjöldann og fann út að hann hefði fórnað í kringum 40 milljónum í það heila yfir tímabilið. Þarna verður maður að vera meðvirkur; hver á jú ekki skilið sex mánaða biðlaun eftir slíka fórnfýsi þótt kominn sé í nýtt starf sem þingmaður á góðum launum? Nafni Ragnars, Reykásinn, var alltaf á móti spillingu – þangað til hann komst í hana sjálfur. Ragnar Þór skilur hins vegar mæta vel að mál hans slái fólk illa, gæti talist græðgi, og þess vegna bað hann um biðlaunin í janúar. Augljóslega verða engin ragnarök, heimsendir, út af þessu máli en hugtakið Ragnarsrök gæti fest sig í sessi. - Jón G. Hauksson
Eftir Jón G. Hauksson 18. febrúar 2025
Þótt reynt sé að gera lítið úr styrkjamáli Flokks fólksins og sagt að það sé „stormur í vatnsglasi“ sýnist á öllu að það sé farið að taka sinn toll og ekki aðeins að þvælast fyrir ríkisstjórninni heldur beinlínis skaða hana. Enginn velkist í vafa um að Flokkur fólksins er stjórnmálaflokkur með kjörna þingmenn á löggjafarþinginu en nóta bene; án þess að uppfylla lög um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Þar liggur hundurinn grafinn og ábyrgðin í þessu máli – hvernig má það vera að þeir sem setja lög fara ekki eftir þeim sjálfir? Það sem meira er; fara vísvitandi ekki eftir þeim! Er til of mikils ætlast? Og oftast er það líka þannig að ósannindi við að koma sér út úr klandri og fréttaflutningi eru verri og íþyngjandi en klúðrið sjálft. Alþingi breytti lögum um fjárframlög til stjórnmálaflokka haustið 2021 til að auka gegnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka – og setti í lög og lagði á það þunga áherslu að til að fá styrkina þyrftu flokkarnir að skrá sig sem stjórnmálasamtök hjá Skattinum og uppfylla í leiðinni ákveðin skilyrði um innra starf. Þetta var gert til að auka gegnsæi - það var fyrst og fremst gagnvart kjósendum sem þetta ákvæði fékk aukið vægi. Þetta útheimti auðvitað verulega vinnu hjá flokkunum við að afla tilskilinna gagna og samþykkta innan raða þeirra til að uppfylla skráninguna gagnvart Skattinum. Lögin tóku síðan gildi 1. janúar 2022. Í framkvæmdinni var miðað við að ríkissjóður greiddi flokkunum framlögin eigi síðar en 24. janúar það ár og var það gert þótt svigrúm flokkanna til að afla tilskilinna gagna væri frekar þröngt miðað við dagsetninguna 24. janúar. Á fyrsta ársfjórðungi 2022 voru þó flestir flokkanna búnir að breyta skráningunni og uppfylla skilyrðin nema Flokkur fólksins og Vinstri grænir. Vinstri grænir gerðu það ekki fyrr en 2024 og Flokkur fólksins hefur enn ekki uppfyllt skráninguna og þrengingar Ingu Sæland núna felast í því að hún vissi allan tímann betur þegar hún tók við styrkjunum að flokkurinn uppfyllti ekki lögin um móttöku þeirra. Þetta mál er langt frá því að vera búið og mun einungis vinda upp á sig til skaða fyrir ríkisstjórnina. En eftir stendur spurningin – til hvers er löggjafinn að setja lög ef ekki er ætlast til að farið sé eftir þeim og hvað þá ef það er talið léttvægt af þingmönnum að þeir sjálfir hunsi þau? Og hvernig getur fréttaflutningur af slíku hátterni verið „stormur í vatnsglasi“ og snúist upp í að verða þeim að kenna sem flytja fréttir af málinu en ekki þeim sem sýna vísvitandi vanrækslu? Jón G. Hauksson
Skoða fleiri fréttir
Share by: