Kirkjan


Eftir Jón G. Hauksson 24. mars 2025
Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur í Grafarvogi, ræddi um börn ljóssins í prédikun sinni í gær og kom meðal annars inn á þáttaröðina Adolescence á Netflix sem þykir taka mjög vel á hnífsstungum meðal unglinga sem er orðið stórt vandamál víða um heim. Arna Ýrr gagnrýndi sömuleiðis þau orð Elon Musk að samkennd væri einn helsti veikleiki Vesturlanda. Sagði hún að mannfræðingar hefðu bent á að sterk tengsl væru milli samkenndar og þess að siðmenning mótaðist. ÞÁTTARÖÐIN ADOLESCENCE En grípum niður í prédikun Örnu Ýrr um stóraukna glæpi í formi hnífstungna: „Ef þið hafið horft á þáttaröðina Adolescence á Netflix, sem er ein umtalaðasta þáttaröðin í dag, um 13 ára dreng sem myrðir skólasystur sína, þá sjáum við birtingarmynd þess sem getur gerst þegar sundrungin vex í okkar nærumhverfi. Þegar sundrungin birtist í skólastarfinu, í unglingahópunum okkar, og ákveðnir hópar fara að dýrka einhverja skakka mynd af því sem kallast karlmennska, en er ekkert annað en andi ofríkis og sundrungar. Þessi þáttaröð lýsir því hvernig þetta hefur áhrif á einstaklinga, hvernig sumir verða fórnarlömb, og aðrir gerendur, og hvaða ábyrgð við berum öll; foreldrar, fjölskylda, nærsamfélagið og skólinn.“ RIDDARAR KÆRLEIKANS - BÖRN LJÓSSINS „Og þarna getum við öll gert eitthvað og haft áhrif. Við þurfum að tala saman um hvað það er að vera manneskja. Hvernig okkur gengur öllum betur ef við vinnum saman, sýnum samkennd og leyfum okkur að sýna okkar veiku hliðar og hjálpa hvert öðru. Halla Tómasdóttir forseti hefur talað um riddara kærleikans. Páll postuli talar um börn ljóssins . Hann segir í texta dagsins: Eitt sinn voruð þið myrkur en nú eruð þið ljós í Drottni. Hegðið ykkur því eins og börn ljóssins – því að ávöxtur ljóssins er einskær góðvild, réttlæti og sannleikur. Það eru þessir ávextir sem við viljum sjá, í samfélaginu okkar, og líka í okkar lífi. Góðvild, réttlæti og sannleikur. Þetta er ekki hugarfar þess sem beitir ofríki og sundrar og tvístrar. Þetta er ekki hugarfar þess sem telur að samkennd sé veikleiki. Þetta er hugarfar Krists. Verðið því eftirbreytendur Guðs svo sem elskuð börn hans, segir Páll postuli. Lifið í kærleika eins og Kristur elskaði okkur og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur . Þetta er verkefnið okkar, og þetta eru verkfærin okkar: Samkennd, kærleikur, góðvild og réttlæti. Þá lifum við sem riddarar kærleikans, þá erum við sannarlega börn ljóssins.“
Eftir Jón G. Hauksson 24. mars 2025
Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur í Grafarvogi, ræddi um börn ljóssins í prédikun sinni í gær og kom meðal annars inn á þáttaröðina Adolescence á Netflix sem þykir taka mjög vel á hnífsstungum meðal unglinga sem er orðið stórt vandamál víða um heim. Arna Ýrr gagnrýndi sömuleiðis þau orð Elon Musk að samkennd væri einn helsti veikleiki Vesturlanda. Sagði hún að mannfræðingar hefðu bent á að sterk tengsl væru milli samkenndar og þess að siðmenning mótaðist. ÞÁTTARÖÐIN ADOLESCENCE En grípum niður í prédikun Örnu Ýrr um stóraukna glæpi í formi hnífstungna: „Ef þið hafið horft á þáttaröðina Adolescence á Netflix, sem er ein umtalaðasta þáttaröðin í dag, um 13 ára dreng sem myrðir skólasystur sína, þá sjáum við birtingarmynd þess sem getur gerst þegar sundrungin vex í okkar nærumhverfi. Þegar sundrungin birtist í skólastarfinu, í unglingahópunum okkar, og ákveðnir hópar fara að dýrka einhverja skakka mynd af því sem kallast karlmennska, en er ekkert annað en andi ofríkis og sundrungar. Þessi þáttaröð lýsir því hvernig þetta hefur áhrif á einstaklinga, hvernig sumir verða fórnarlömb, og aðrir gerendur, og hvaða ábyrgð við berum öll; foreldrar, fjölskylda, nærsamfélagið og skólinn.“ RIDDARAR KÆRLEIKANS - BÖRN LJÓSSINS „Og þarna getum við öll gert eitthvað og haft áhrif. Við þurfum að tala saman um hvað það er að vera manneskja. Hvernig okkur gengur öllum betur ef við vinnum saman, sýnum samkennd og leyfum okkur að sýna okkar veiku hliðar og hjálpa hvert öðru. Halla Tómasdóttir forseti hefur talað um riddara kærleikans. Páll postuli talar um börn ljóssins . Hann segir í texta dagsins: Eitt sinn voruð þið myrkur en nú eruð þið ljós í Drottni. Hegðið ykkur því eins og börn ljóssins – því að ávöxtur ljóssins er einskær góðvild, réttlæti og sannleikur. Það eru þessir ávextir sem við viljum sjá, í samfélaginu okkar, og líka í okkar lífi. Góðvild, réttlæti og sannleikur. Þetta er ekki hugarfar þess sem beitir ofríki og sundrar og tvístrar. Þetta er ekki hugarfar þess sem telur að samkennd sé veikleiki. Þetta er hugarfar Krists. Verðið því eftirbreytendur Guðs svo sem elskuð börn hans, segir Páll postuli. Lifið í kærleika eins og Kristur elskaði okkur og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur . Þetta er verkefnið okkar, og þetta eru verkfærin okkar: Samkennd, kærleikur, góðvild og réttlæti. Þá lifum við sem riddarar kærleikans, þá erum við sannarlega börn ljóssins.“

Eftir Jón G. Hauksson 24. mars 2025
Biskup Íslands, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, prédikaði í þéttsetinni Skálholtskirkju í sunnudagsmessu í gær. „Ég tók þátt í dásamlegri messu og fékk það hlutverk að prédika og blessa söfnuðinn - og þjónaði ásamt sr. Kristínu Þórunni sóknarpresti, Bergþóru Ragnarsdóttur djákna og sr. Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi. Þá má ekki gleyma organistanum Jóni Bjarnasyni og Kór Skálholtskirkju sem buðu upp á fagra tónlist og leiddu okkur í söng. Að messu lokinni var boðið upp á súpu og heimabakað brauð á veitingastanum Hvönn,“ segir biskup um heimsókn sína í Skálholtskirkju í gær. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson , fyrrum prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands í áratugi, sótti messuna og segir í færslu á FB að í áheyrilegri prédikun hafi biskup ekki síst fjallað um hamingjuna. Þá hefur hann orð á því hve altaristaflan í Skálholtskirkju sé stórkostlegt listaverk og honum hugleikin. SYSTURNAR TRÚ OG LIST „Í guðsþjónustunni að þessu sinni naut ég auk helgihaldsins sjálfs þess að horfa á hina mögnuðu altaristöflu Nínu Tryggvadóttur og lifa mig inn í verkið, þar sem Kristur opinberar sig, nánast eins og hann komi í gegnum vegginn. Stórkostlegt listaverk þar sem systurnar trú og list haldast í hendur með áhrifamiklum hætti.“ Við birtum hér myndir sem Gunnlaugur tók af biskupi í prédikunarstólnum í Skálholtskirkju í messunni sem og af hinni tignarlegu Skálhotskirkju í blíðviðrinu í gærmorgun.
Eftir Jón G. Hauksson 13. mars 2025
Útför séra Vigfúsar Þórs Árnasonar, fyrrverandi sóknarprests í Grafarvogi, verður kl. 13 í dag frá Grafarvogskirkju. Streymt verður frá útförinni á https://streyma.is/streyma/. Vigfús lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. febrúar síðastliðinn. Hann varð sóknarprestur á Siglufirði árið 1976 og síðan í Grafarvogi árið 1989 og þjónaði í sókninni okkar til ársins 2016 þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Fjölmargar minningargreinar eru um séra Vigfús í Morgunblaðinu í morgun. Blessuð sé minning Vigfúsar Þórs. Engum manni á söfnuðurinn í Grafarvogi jafnmikið að þakka og séra Vigfúsi sem byggði upp sóknina frá grunni og lét mjög til sín taka við byggingu Grafarvogskirkju ásamt mjög svo duglegu fólki í sókninni.
Grafarvogssöfnuður fékk á dögunum formlega að gjöf verk sem hefur prýtt vegg í kapellu kirkjunnar í
Eftir Jón G. Hauksson 7. febrúar 2025
Grafarvogssöfnuður fékk á dögunum formlega að gjöf verk sem hefur prýtt vegg í kapellu kirkjunnar í nokkur ár. Verkið ber nafnið ,,Móðirin" og er eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu. Á myndinni hér að ofan má sjá séra Örnu Ýrr Sigurðardóttur sóknarprest, Kristínu Gunnlaugsdóttur, höfund verksins, og Önnu Guðrúnu Sigurvinsdóttur, formann sóknarnefndar Grafarvogskirkju, við afhendingu gjafarinnar. Á vef kirkjunnar segir að gefendur séu þrjár konur sem ekki vilji láta nafns síns getið en tileinka gjöfina börnunum sínum. „Þetta var hátíðleg stund og góð tilfinning að þetta verk hefur nú fengið öruggan samastað til framtíðar. Guð blessi þessar mætu konur og börnin þeirra öll!“
Skoða fleiri fréttir
Share by: