Hluthafaspjallið


Eftir Jón G. Hauksson 16. apríl 2025
VIÐSKIPTI Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims og nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segir í nýjasta HLUTHAFASPJALLINU , hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar á Brotkast.is, að þjóðin og ríkið séu ekki það sama þótt margir líti svo á; fólk og fyrirtæki séu hluti af þjóðinni en ekki ríkinu og ríkið sinni ákveðnum verkefnum fyrir þjóðina. Guðmundur segir að samkvæmt dómi Hæstaréttar í Hrannarmálinu frá1993 og lögum frá Alþingi 1997 séu veiðiheimildir ekki eign ríkisins heldur sjávarútvegsfyrirtækjanna sem hafi stækkað og þjappast saman með því að kaupa veiðiheimildir. Veiðiheimildirnar séu helsta eign þeirra og metnar á 500 milljarða króna. „Veiðigjöldin eru ekkert annað en skattur,“ segir Guðmundur og byrjar spjallið á smá sagnfræði.
Eftir Jón G. Hauksson 16. apríl 2025
VIÐSKIPTI Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims og nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segir í nýjasta HLUTHAFASPJALLINU , hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar á Brotkast.is, að þjóðin og ríkið séu ekki það sama þótt margir líti svo á; fólk og fyrirtæki séu hluti af þjóðinni en ekki ríkinu og ríkið sinni ákveðnum verkefnum fyrir þjóðina. Guðmundur segir að samkvæmt dómi Hæstaréttar í Hrannarmálinu frá1993 og lögum frá Alþingi 1997 séu veiðiheimildir ekki eign ríkisins heldur sjávarútvegsfyrirtækjanna sem hafi stækkað og þjappast saman með því að kaupa veiðiheimildir. Veiðiheimildirnar séu helsta eign þeirra og metnar á 500 milljarða króna. „Veiðigjöldin eru ekkert annað en skattur,“ segir Guðmundur og byrjar spjallið á smá sagnfræði.

Eftir Jón G. Hauksson 14. apríl 2025
Á meðfylgjandi mynd er Scott Bessent fjármálaráðherra Bandaríkjanna fyrir utan Hvíta húsið fyrir nokkrum dögum að greina frá hrikalegum og krónískum fjárlagahalla Bandaríkjamanna. Í nýjasta HLUTHAFASPJALLINU , hlaðvarpi okkar Sig urðar Más Jónssonar á Brotkast.is, förum við yfir þá óyfirstíganlegu (að því er virðist) erfiðu fjárhagslegu glímu sem Bandaríkjamenn eiga í og við spyrjum okkur meðal annars hvert sé markmið margumræddra gagnkvæmra tolla Trumps og hvort hann sé sjálfur búinn að gera það upp við sig hvert markmiðið sé. Eftir fall á hlutabréfmörkuðum „frestaði“ Trump tollum um 3 mánuði á 75 ríki með því að setja 10% tolla á línuna nema á Kína en þar setur hann á um 140% tolla. Síðan hafa verið veittar undaþágur. En stóra spurningin er auðvitað hvort tollunum sé ætlað að afla tekna eða er markmiðið að ná fram samningum um tolla við önnur ríki - núlla út tolla í alþjóðlegum viðskiptum og auka á frelsið - eða býr það að baki að draga að fleiri fyrirtæki til Bandaríkjanna og styrkja þannig bandaríska framleiðslu.
Eftir Jón G. Hauksson 11. apríl 2025
Það var stemning í Hluthafaspjallinu hjá okkur Sigurði Má við tökur í gær þegar við fengum þau Guðmund Kristjánsson, forstjóra Brims, og Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans, til okkar. Guðmundur var nýbúinn að klára spjallið við okkur þegar María Björk mætti í hús. Ég var auðvitað með einhvern aulabrandara um að þau hefðu bæði verið á sjónum um tíma en María var fjármálastjóri Eimskips áður en hún tók við sem forstjóri Símans - en það er svo sem líka talsverð sjómennska (showmennska) í Sjónvarpi Símans. Þátturinn fer svo í spilun seinna í dag eða á morgun. Ég mun svo að venju birta klippur úr þættinum hér í viðskiptahluta Grafarvogs.net en kominn er sérstakur flipi merktur Hluthafaspjallinu.
Eftir Jón G. Hauksson 10. apríl 2025
Í nýjasta þætti HLUTHAFASPJALLSINS , hlaðvarpi okkar Sigurðar Más Jónssonar á Brotkast.is, sýnum við nokkrar athyglisverðar glærur í tengslum við umræðuna um tollamál Trumps - meðal annars glæru um það hvernig Dow Jones rauk upp um 8% á nokkrum mínútum þegar forsetinn ákvað að „fresta“ tollunum; að vísu með því að leggja 10% tolla á 75 ríki nema Kína sem fær á sig um 140% tolla. Það er líka athyglisvert í allri umræðunni um þessi tollmál að erlend ríki leggja 370 milljarða dollara tolla á innfluttar bandarískar vörur á meðan Bandaríkjamenn leggja um 50 milljarða tolla á innfluttar vörur frá alþjóðasamfélaginu. Hlutfallið er því 7 á móti 1, Bandaríkjunum í óhag. Viðskiptahalli Bandaríkjamanna fór í fyrsta sinn á síðasta ári yfir 1 trilljón dollara og fjárlagahallinn síðustu sex mánuði er í sögulegu hámarki, eða 1,3 tilljónir dollara og stefnir í að verða vel yfir 2 trilljónir dollara á ári með sama áframhaldi. Sömuleiðis ætti dollarinn að vera löngu búinn að gefa eftir í svo ósjálfbæru hagkerfi. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 30. mars 2025
Mál málanna. Einhver mesti reynsluboltinn í íslenskum sjávarútvegi Ægir Páll Friðbertsson , forstjóri Ice­land Sea­food In­ternati­onal (ISI), mætti í nýjasta þátt Hluthafaspjallsins til okkar Sigurðar Más Jónssonar og fór yfir mál málanna, áhrif aukinnar skattheimtu á sjávarútveginn og rifjar upp að hann vann einu sinni sem ráðgjafi fyrir Steingrím J. Sigfússon. Hann segir ljóst að ef auðlindagjöldin hækka að þá verði meiri samþjöppun í sjávarútvegi á Íslandi.
Eftir Jón G. Hauksson 23. mars 2025
Hluthafar Kviku fá mesta glaðninginn í formi arðgreiðslna hjá félgum í Kauphöllinni þetta árið. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarps okkar Sigurðar Más Jónssonar , HLUTHAFASPJALLINU , á Brotkast.is En Kvika banki greiðir 23 milljarða út í arð og er sú fjárhæð að mestu til kominn vegna sölunnar á TM til Landsbankans á síðasta ári. Bankarnir eiga stærsta hluta arðgreiðslanna að að venju eða um 50 milljarða króna af þessum 80 milljörðum. Þá vekur há arðgreiðsla fasteignafélagsins Eikar nokkra athygli, en félagið greiðir um 3,6 milljarða króna út en Mata-fjölskyldan svonefnda er stærsti hluthafinn í Eik. Á meðfylgjandi mynd má sjá skiptinguna á arðgreiðslunum eftir einstaka félögum í Kauphöllinni.
Eftir Jón G. Hauksson 19. mars 2025
Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi , er í stórfróðlegu og skemmtilegu spjalli í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más; Hluthafaspjallinu á Brotkast.is. Þegar hún var í ráðningarviðtalinu þurfti stjórn Festi að horfast í augu við það að þau hjón væru með tvo ung börn og hún gengin sjö mánuði á leið með það þriðja. Einhverjir kynnu að segja að aldrei væri karl spurður um þetta. Hvað um það; þetta er forstjórastarf í stórfyrirtæki sem krefst mikillar viðveru og vinnu - og hvort sem það eru gamaldags sjónarmið eða ekki þá hefði þessi staða getað verið ákveðin hindrun fyrir Ástu. En Festi hikaði ekki og réði hana sem forstjóra enda þekkti stjórnin auðvitað til hennar sem framkvæmdastjóra Krónunnar; eins dótturfyrirtækis Festi, og vissi hvað hún var að fá. Ásta nýtti meðal annars fæðingarorlofið til að fara vel ofan í saumana á rekstri Lyfju og tók reksturinn út, enda fyrrum ráðgjafi McKinsey í Japan en þar bjó hún í þrjú ár. McKinsey er líklegast þekktasta ráðgjafafyrirtæki í heimi. Fljótlega eftir að Ásta kom úr fæðingarorlofinu keypti Festi Lyfju og segir hún að fyrirtækið falli mjög vel inn í rekstur Festi sem rekur m.a. N1, Krónuna, Elkó og Lyfju. Hún segir ennfremur að „strúktúr“ fyrirtækja sé aldrei endanlegur og í fyrirtækjarekstri sé ekkert sem heiti að stjórnendur séu búnir að einhverju því rekstur allra fyrirtækja sé í stöðugri þróun og skoðun. „ÉG HEF VERIÐ HEPPIN MEÐ HEILSUNA“ En gefum Ástu orðið í Hluthafaspjallinu hjá okkur Sigurði Má um ráðningu hennar með tvö lítil börn og það þriðja á leiðinni: „Auðvitað verð ég að segja að mér finnst stjórn fyrirtækisins hafa sýnt ákveðið hugrekki að taka þessa ákvörðun því það var ekkert gefið að þetta gengi upp. En ég hef verið heppin heilsufarslega séð að geta sinnt svo miklu starfi meðfram fjölskyldulífinu. En það var nú einfaldlega þannig að forstjórastóllinn losnaði í Festi og ég hugsaði með mér, þótt ég hefði ekki verið nema tvö ár framkvæmastjóri Krónunnar, að þá hefði ég miklar skoðanir á Festi. Bolli, maðurinn minn, sagði þá við mig: Ásta mín, ég nenni nú eiginlega ekki að hlusta á þig tuðandi yfir einhverjum forstjóra sem hefur kannski aðrar skoðanir en þú - af hverju ferðu bara ekki og segir stjórninni hvaða framtíðarsýn þú hafir? Þá ertu alla vega búin að losa um það og getur haldið áfram í þínu hjá Krónunni? Ég bara lét slag standa og gerði það,“ segir Ásta. Í meðfylgjandi klippu er hægt að skoða myndbrot úr samtalinu.
Skoða fleiri fréttir