Viðskipti


Eftir Jón G. Hauksson 28. mars 2025
BESTA ÁVÖXTUNIN. Ég hóf að dreifa blaðinu mínu Fjármál og ávöxtun í stórmarkaði og á bensínstöðvar í dag og auðvitað byrjaði ég í mínum kæru heimahögum; Grafarvoginum. Þetta er fríblað og um að gera að grípa eintak. Sá sem fékk fyrsta eintakið afhent var hinn geðþekki Jóhann Levý starfsmaður Bónus í Spönginni en þar hefur hann unnið samfellt í ellfu ár og löngu þekktur á meðal Grafarvogsbúa fyrir lipurð og liðlegheit. Þegar ég kom með bunkann í Bónus heilsuðumst við að venju og að sjálfsögðu rétti ég honum fyrsta eintakið. Grafarvogsbúar geta nálgast blaðið „innanbæjar“ í Bónus, Hagkaup, Olís og N1. Blaðið er sneisafullt af upplýsingum um raunávöxtun allra innlánsreikninga á Íslandi og allra sjóða verðbréfafyrirtækjanna - sem og ávöxtun lífeyrissjóðanna. Þá birti ég eignir og skuldir heimilanna, hversu mikils virði bílafloti landsmanna er sem og hvað heimilin eiga í bankainnstæðum og verðbréfum. Þá er birt yfirlit yfir ávöxtun hlutabréfa allra skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni - þ.e. hve gengi þeirra hækkaði mikið á síðasta ári - og svo eru auðvitað upplýsingar um gull og græna skóga. En gullið hefur hækkað um 55% á síðustu fjórtán mánuðum og er únsan í fyrsta sinn komin yfir þrjú þúsund dollara. Þetta er áttunda árið sem ég gef þetta blað út og tek saman yfirlit yfir raunávöxtun allra innlánsreikninga og sjóða verðbréfafyrirtækjanna en þar er jú af nokkru að taka. Grípið eintak - gjörið svo vel. Það tók sig raunar upp gömul nostalgía þegar ég skaust í PrentmetOdda fyrr í vikunni til að ná í blaðið en ég var samfellt í tuttugu og fimm ár ritstjóri Frjálsrar verslunar og í um tólf ár annar tveggja ritstjóra Skýja. Á meðfylgjandi mynd er ég með Guðmundi Óskarssyni, framleiðslustjóra PrentmetsOdda. Gamla, góða prentlyktin er í bílnum þessa dagana. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 28. mars 2025
BESTA ÁVÖXTUNIN. Ég hóf að dreifa blaðinu mínu Fjármál og ávöxtun í stórmarkaði og á bensínstöðvar í dag og auðvitað byrjaði ég í mínum kæru heimahögum; Grafarvoginum. Þetta er fríblað og um að gera að grípa eintak. Sá sem fékk fyrsta eintakið afhent var hinn geðþekki Jóhann Levý starfsmaður Bónus í Spönginni en þar hefur hann unnið samfellt í ellfu ár og löngu þekktur á meðal Grafarvogsbúa fyrir lipurð og liðlegheit. Þegar ég kom með bunkann í Bónus heilsuðumst við að venju og að sjálfsögðu rétti ég honum fyrsta eintakið. Grafarvogsbúar geta nálgast blaðið „innanbæjar“ í Bónus, Hagkaup, Olís og N1. Blaðið er sneisafullt af upplýsingum um raunávöxtun allra innlánsreikninga á Íslandi og allra sjóða verðbréfafyrirtækjanna - sem og ávöxtun lífeyrissjóðanna. Þá birti ég eignir og skuldir heimilanna, hversu mikils virði bílafloti landsmanna er sem og hvað heimilin eiga í bankainnstæðum og verðbréfum. Þá er birt yfirlit yfir ávöxtun hlutabréfa allra skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni - þ.e. hve gengi þeirra hækkaði mikið á síðasta ári - og svo eru auðvitað upplýsingar um gull og græna skóga. En gullið hefur hækkað um 55% á síðustu fjórtán mánuðum og er únsan í fyrsta sinn komin yfir þrjú þúsund dollara. Þetta er áttunda árið sem ég gef þetta blað út og tek saman yfirlit yfir raunávöxtun allra innlánsreikninga og sjóða verðbréfafyrirtækjanna en þar er jú af nokkru að taka. Grípið eintak - gjörið svo vel. Það tók sig raunar upp gömul nostalgía þegar ég skaust í PrentmetOdda fyrr í vikunni til að ná í blaðið en ég var samfellt í tuttugu og fimm ár ritstjóri Frjálsrar verslunar og í um tólf ár annar tveggja ritstjóra Skýja. Á meðfylgjandi mynd er ég með Guðmundi Óskarssyni, framleiðslustjóra PrentmetsOdda. Gamla, góða prentlyktin er í bílnum þessa dagana. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson 28. mars 2025
BESTA ÁVÖXTUNIN. Ég hóf að dreifa blaðinu mínu Fjármál og ávöxtun í stórmarkaði og á bensínstöðvar í dag og auðvitað byrjaði ég í mínum kæru heimahögum; Grafarvoginum. Þetta er fríblað og um að gera að grípa eintak. Sá sem fékk fyrsta eintakið afhent var hinn geðþekki Jóhann Levý starfsmaður Bónus í Spönginni en þar hefur hann unnið samfellt í ellfu ár og löngu þekktur á meðal Grafarvogsbúa fyrir lipurð og liðlegheit. Þegar ég kom með bunkann í Bónus heilsuðumst við að venju og að sjálfsögðu rétti ég honum fyrsta eintakið. Grafarvogsbúar geta nálgast blaðið „innanbæjar“ í Bónus, Hagkaup, Olís og N1. Blaðið er sneisafullt af upplýsingum um raunávöxtun allra innlánsreikninga á Íslandi og allra sjóða verðbréfafyrirtækjanna - sem og ávöxtun lífeyrissjóðanna. Þá birti ég eignir og skuldir heimilanna, hversu mikils virði bílafloti landsmanna er sem og hvað heimilin eiga í bankainnstæðum og verðbréfum. Þá er birt yfirlit yfir ávöxtun hlutabréfa allra skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni - þ.e. hve gengi þeirra hækkaði mikið á síðasta ári - og svo eru auðvitað upplýsingar um gull og græna skóga. En gullið hefur hækkað um 55% á síðustu fjórtán mánuðum og er únsan í fyrsta sinn komin yfir þrjú þúsund dollara. Þetta er áttunda árið sem ég gef þetta blað út og tek saman yfirlit yfir raunávöxtun allra innlánsreikninga og sjóða verðbréfafyrirtækjanna en þar er jú af nokkru að taka. Grípið eintak - gjörið svo vel. Það tók sig raunar upp gömul nostalgía þegar ég skaust í PrentmetOdda fyrr í vikunni til að ná í blaðið en ég var samfellt í tuttugu og fimm ár ritstjóri Frjálsrar verslunar og í um tólf ár annar tveggja ritstjóra Skýja. Á meðfylgjandi mynd er ég með Guðmundi Óskarssyni, framleiðslustjóra PrentmetsOdda. Gamla, góða prentlyktin er í bílnum þessa dagana. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 23. mars 2025
Hluthafar Kviku fá mesta glaðninginn í formi arðgreiðslna hjá félgum í Kauphöllinni þetta árið. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarps okkar Sigurðar Más Jónssonar , HLUTHAFASPJALLINU , á Brotkast.is En Kvika banki greiðir 23 milljarða út í arð og er sú fjárhæð að mestu til kominn vegna sölunnar á TM til Landsbankans á síðasta ári. Bankarnir eiga stærsta hluta arðgreiðslanna að að venju eða um 50 milljarða króna af þessum 80 milljörðum. Þá vekur há arðgreiðsla fasteignafélagsins Eikar nokkra athygli, en félagið greiðir um 3,6 milljarða króna út en Mata-fjölskyldan svonefnda er stærsti hluthafinn í Eik. Á meðfylgjandi mynd má sjá skiptinguna á arðgreiðslunum eftir einstaka félögum í Kauphöllinni.
Eftir Jón G. Hauksson 19. mars 2025
Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi , er í stórfróðlegu og skemmtilegu spjalli í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más; Hluthafaspjallinu á Brotkast.is. Þegar hún var í ráðningarviðtalinu þurfti stjórn Festi að horfast í augu við það að þau hjón væru með tvo ung börn og hún gengin sjö mánuði á leið með það þriðja. Einhverjir kynnu að segja að aldrei væri karl spurður um þetta. Hvað um það; þetta er forstjórastarf í stórfyrirtæki sem krefst mikillar viðveru og vinnu - og hvort sem það eru gamaldags sjónarmið eða ekki þá hefði þessi staða getað verið ákveðin hindrun fyrir Ástu. En Festi hikaði ekki og réði hana sem forstjóra enda þekkti stjórnin auðvitað til hennar sem framkvæmdastjóra Krónunnar; eins dótturfyrirtækis Festi, og vissi hvað hún var að fá. Ásta nýtti meðal annars fæðingarorlofið til að fara vel ofan í saumana á rekstri Lyfju og tók reksturinn út, enda fyrrum ráðgjafi McKinsey í Japan en þar bjó hún í þrjú ár. McKinsey er líklegast þekktasta ráðgjafafyrirtæki í heimi. Fljótlega eftir að Ásta kom úr fæðingarorlofinu keypti Festi Lyfju og segir hún að fyrirtækið falli mjög vel inn í rekstur Festi sem rekur m.a. N1, Krónuna, Elkó og Lyfju. Hún segir ennfremur að „strúktúr“ fyrirtækja sé aldrei endanlegur og í fyrirtækjarekstri sé ekkert sem heiti að stjórnendur séu búnir að einhverju því rekstur allra fyrirtækja sé í stöðugri þróun og skoðun. „ÉG HEF VERIÐ HEPPIN MEÐ HEILSUNA“ En gefum Ástu orðið í Hluthafaspjallinu hjá okkur Sigurði Má um ráðningu hennar með tvö lítil börn og það þriðja á leiðinni: „Auðvitað verð ég að segja að mér finnst stjórn fyrirtækisins hafa sýnt ákveðið hugrekki að taka þessa ákvörðun því það var ekkert gefið að þetta gengi upp. En ég hef verið heppin heilsufarslega séð að geta sinnt svo miklu starfi meðfram fjölskyldulífinu. En það var nú einfaldlega þannig að forstjórastóllinn losnaði í Festi og ég hugsaði með mér, þótt ég hefði ekki verið nema tvö ár framkvæmastjóri Krónunnar, að þá hefði ég miklar skoðanir á Festi. Bolli, maðurinn minn, sagði þá við mig: Ásta mín, ég nenni nú eiginlega ekki að hlusta á þig tuðandi yfir einhverjum forstjóra sem hefur kannski aðrar skoðanir en þú - af hverju ferðu bara ekki og segir stjórninni hvaða framtíðarsýn þú hafir? Þá ertu alla vega búin að losa um það og getur haldið áfram í þínu hjá Krónunni? Ég bara lét slag standa og gerði það,“ segir Ásta. Í meðfylgjandi klippu er hægt að skoða myndbrot úr samtalinu.
18. mars 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ MEÐ JÓNI G. og SIGURÐI MÁ Margir spyrja sig núna hver sé fléttan með kaupum Skeljar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 10% hlut Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Sýn á dögunum. Gengi bréfa í Sýn hækkaði við kaupin og markaðsvirði félagsins fór úr 5 milljörðum í 7 milljarða króna. Það var einmitt í mars-mánuði 2017, eða fyrir átta árum sem þau hjón Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir seldu sjónvarpshluta 365 til Fjárskipta, móðurfélags Vodafone, og fengu yfir 2 millarða greitt fyrir í reiðufé en Vodafone yfirtók þess utan um 4,6 milljarða skuld 365. Blaðahlutinn, Fréttablaðið, var seldur nokkru síðar til Helga Magnússonar. Í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssona r, Hluthafaspjallinu , sem sýndur er á Brotkast.is ræðum við þessi kaup og veltum fyrir okkur hvert plottið sé - hvað hangi eiginlega á spýtunni? Eitt er víst; Jón Ásgeir er með plan og fléttu um breytingar. Þessi kaup eru fyrsta skrefið að átt að einhverju meiru.
Eftir Jón G. Hauksson 28. febrúar 2025
Allir spyrja núna um Play. Í nýjasta hlapvarpsþætti ritstjóranna Jóns G. Haukssonar og Sigurðar Más Jónssonar, HLUTHAFASPJALLINU á Brotkast.is ræða þeir félagar um flugfélagið Play og framtíð þess. Báðir hafa verið þráspurðir um það að undanförnu hvort óhætt sé að panta farmiða með félaginu eftir að félagið greindi frá miklum á síðasta ári sem leiddi til þess að gengi bréfa í félaginu féll mest allra í Kauphöllinni í febrúar; ásamt bréfum í Sýn, að vísu í nánast örviðskiptum Ekki er nokkur vafi á að þær aðgerðir sem félagið hefur farið í - þ.e. draga úr Ameríkuflugi og einbeita sér meira að þeim leiðum sem skila mestri framlegð - munu vonandi skila árangri á þessu ári – en dugir það til? Einar Ólafsson, forstjóri Play, er bjartsýnn á árangur þessara aðgerða. Þetta ár mun ráða úrslitum fyrir Play. En hvaða áhrif hefði það á ferðaþjónustuna á næsta ári ef Play nýtur þá ekki lengur við? Um það ræða þeir félagarnir í Hluthafaspjallinu líka.
Eftir Jón G. Hauksson 28. febrúar 2025
Hlutabréf í JBT Marel tóku kipp í vikunni eftir gott uppgjör beggja félaga á fjórða ársfjórðungi. Það lækkaði að vísu aðeins í Kauphöllinni í dag, föstudag, en hækkunin er engu að síður um 13% í vikunni. Hið sameinaða félag er tvískráð, bæði í New York og á Íslandi. Greinendur tóku strax vel í uppgjör félaganna. Það sem vegur þyngst og skýrir þessa hækkun að mestu er sterk pantanastaða hjá fyrirtækinu í upphafi árs - sérstaklega innan kjúklingageirans - og aukin trú á aukna samlegð og hagræðingu með sameiningunni. Áætlað er að hún verði 21 milljarður á næstu þremur árum.
Skoða fleiri fréttir
Share by: