Nú taka þær Breiðholtið í nefið líka - 1.700 íbúðir áformaðar í Breiðholti
8. apríl 2025
NÝJU BORGARSTÝRURNAR láta ekki duga að valta yfir vilja Grafarvogsbúa gegn þéttingu byggðar í grónum hverfum Grafarvogs heldur hafa þær komið auga á nokkra bletti í Breiðholti líka.
Í Morgunblaðinu í morgun er rætt við Helga Áss Grétarsson, fyrsta varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem fram kemur að til standi að byggja 1.700 nýjar íbúðir á þéttingarreitum í Breiðholti. Þannig er áformað að byggja 100 íbúðir við tjörnina fallegu í Seljahverfi og 50 íbúðir á fótboltavelli við Suðurhóla og 800 íbúðir í Mjódd. - JGH