Hluthafar Kviku fá mesta glaðninginn í formi arðgreiðslna hjá félgum í Kauphöllinni þetta árið. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarps okkar Sigurðar Más Jónssonar, HLUTHAFASPJALLINU, á Brotkast.is En Kvika banki greiðir 23 milljarða út í arð og er sú fjárhæð að mestu til kominn vegna sölunnar á TM til Landsbankans á síðasta ári. Bankarnir eiga stærsta hluta arðgreiðslanna að að venju eða um 50 milljarða króna af þessum 80 milljörðum. Þá vekur há arðgreiðsla fasteignafélagsins Eikar nokkra athygli, en félagið greiðir um 3,6 milljarða króna út en Mata-fjölskyldan svonefnda er stærsti hluthafinn í Eik.
Á meðfylgjandi mynd má sjá skiptinguna á arðgreiðslunum eftir einstaka félögum í Kauphöllinni.
Við Sigurður Már birtum þessa töflu af arðgreiðslum félaga í Kauphöllinni í nýjasta HLUTHAFASPJALLINU okkar á Brotkast.is í spjalli okkar við Helga Vífil Júlíusson hlutabréfagreinanda.