Mál málanna. Einhver mesti reynsluboltinn í íslenskum sjávarútvegi Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood International (ISI), mætti í nýjasta þátt Hluthafaspjallsins til okkar Sigurðar Más Jónssonar og fór yfir mál málanna, áhrif aukinnar skattheimtu á sjávarútveginn og rifjar upp að hann vann einu sinni sem ráðgjafi fyrir Steingrím J. Sigfússon. Hann segir ljóst að ef auðlindagjöldin hækka að þá verði meiri samþjöppun í sjávarútvegi á Íslandi.