Góðir gestir í Hluthafaspjallinu hjá okkur Sigurði Má - sjómennska kemur við sögu

11. apríl 2025
Það var stemning í Hluthafaspjallinu hjá okkur Sigurði Má við tökur í gær þegar við fengum þau Guðmund Kristjánsson, forstjóra Brims, og Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans, til okkar. 

Guðmundur var nýbúinn að klára spjallið við okkur þegar María Björk mætti í hús. 

Ég var auðvitað með einhvern aulabrandara um að þau hefðu bæði verið á sjónum um tíma en María var fjármálastjóri Eimskips áður en hún tók við sem forstjóri Símans - en það er svo sem líka talsverð sjómennska (showmennska) í Sjónvarpi Símans.

Þátturinn fer svo í spilun seinna í dag eða á morgun. Ég mun svo að venju birta klippur úr þættinum hér í viðskiptahluta Grafarvogs.net en kominn er sérstakur flipi merktur Hluthafaspjallinu.