Allir spyrja núna um Play

28. febrúar 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Allir spyrja núna um Play.  Í nýjasta hlapvarpsþætti ritstjóranna Jóns G. Haukssonar og Sigurðar Más Jónssonar, HLUTHAFASPJALLINU á Brotkast.is ræða þeir félagar um flugfélagið Play og framtíð þess.


Báðir hafa verið þráspurðir um það að undanförnu hvort óhætt sé að panta farmiða með félaginu eftir að félagið greindi frá miklum á síðasta ári sem leiddi til þess að gengi bréfa í félaginu féll mest allra í Kauphöllinni í febrúar; ásamt bréfum í Sýn, að vísu í nánast örviðskiptum 


Ekki er nokkur vafi á að þær aðgerðir sem félagið hefur farið í - þ.e. draga úr Ameríkuflugi og einbeita sér meira að þeim leiðum sem skila mestri framlegð - munu vonandi skila árangri á þessu ári – en dugir það til? 


Einar Ólafsson, forstjóri Play, er bjartsýnn á árangur þessara aðgerða. Þetta ár mun ráða úrslitum fyrir Play. En hvaða áhrif hefði það á ferðaþjónustuna á næsta ári ef Play nýtur þá ekki lengur við? Um það ræða þeir félagarnir í Hluthafaspjallinu líka.

Share by: