Flétta Jóns Ásgeirs með kaupunum í Sýn?

18. mars 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

HLUTHAFASPJALLIÐ MEÐ JÓNI G. og SIGURÐI MÁ

Margir spyrja sig núna hver sé fléttan með kaupum Skeljar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 10% hlut Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Sýn á dögunum. Gengi bréfa í Sýn hækkaði við kaupin og markaðsvirði félagsins fór úr 5 milljörðum í 7 milljarða króna. Það var einmitt í mars-mánuði 2017, eða fyrir átta árum sem þau hjón Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir seldu sjónvarpshluta 365 til Fjárskipta, móðurfélags Vodafone, og fengu yfir 2 millarða greitt fyrir í reiðufé en Vodafone yfirtók þess utan um 4,6 milljarða skuld 365. Blaðahlutinn, Fréttablaðið, var seldur nokkru síðar til Helga Magnússonar.


Í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar, Hluthafaspjallinu, sem sýndur er á Brotkast.is ræðum við þessi kaup og veltum fyrir okkur hvert plottið sé - hvað hangi eiginlega á spýtunni? Eitt er víst; Jón Ásgeir er með plan og fléttu um breytingar. Þessi kaup eru fyrsta skrefið að átt að einhverju meiru.

Kaup Skeljar Jóns Ásgeirs á 10% hlut í Sýn komu flestum á óvart. Hvað hangir á spýtunni?

UPPLAUSNARVIRÐI SÝNAR MEIRA EN MARKAÐSVIRÐIÐ

Verður stofnað sérstakt félag á næstunni utan um fjölmiðlahlutann og reynt að fá ýmsa fjárfesta þar að borði - en Sýn yrði áfram með hlut í því félagi en með þessu yrði áhættunni dreift betur? Það er spurningin sem við Sigurður Már veltum meðal annars fyrir okkur. Því hefur verið haldið fram að fjarskiptahluti Sýnar - gamla Vodafone - sé talsvert meira virði einn og sér en heildarvirði Sýnar og að upplausnarvirði félagsins sé um 21 milljarður króna á meðan markaðsvirðið núna er um 7 milljarðar. Með öðrum orðum að upplausnarvirðið sé þrisvar sinnum meira en markaðsvirðið. Það varpar ljósinu á það hvort einhver sterkur fjárfestir gæti gert tilboð í allt félagið á 7 milljarða króna, keypt það, og leyst það upp með verulegum hagnaði.


Hver sem fléttan er þá hægt að fullyrða að kaup Skeljar Jóns Ásgeirs í Sýn (við persónugerum þetta þar sem Jón Ásgeir er stjórnarformaður Skeljar) séu fyrsta skrefið að einverju meiru sem búið er að teikna upp og verið er að máta á bak við tjöldin.


SKEL MEÐ MARKMIÐ Á MATVÖRUMARKAÐI

Skel hefur líka í hyggju að gera sig meira gildandi á matvörumarkaðnum en þar er Jón Ásgeir á heimavelli og fáir með jafn sterk tengsl og næmt auga fyrir þeim markaði.


Heimkaup og Samkaup sameinuðust rétt fyrir síðustu áramót - eftir að viðræðum var slitið sl. október - og við þann gjörning eignaðist Skel 15% í Samkaupum og er stefnt að því að skrá félagið á markað. Heimkaup komu m.a. með Prís í safnið en helstu vörumerki Samkaupa eru Nettó, Krambúðirnar og Kjörbúðirnar.


LÍFEYRISSJÓÐUR VERSLUNARMANNA INN Í SAMKAUP?

Samkaup og verslunarrekstur. Ýmsir velta því auðvitað fyrir sér hvort Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem losaði sig við 10% hlutinn í Sýn til Skeljar, muni koma inn í Samkaup þegar það verður skráð á markað - og að það hangi á spýtunni hjá lífeyrissjóðnum.


JÓN ER KOMINN HEIM

Með kaupum Skeljar á Sýn má svo sem segja að Jón sé kominn heim - Svona að einhverju leyti. Einhver frægustu viðskipti ársins 2004 voru þegar Jón Ásgeir keypti Norðurljós af Jóni Ólafssyni - en það félag rak Stöð 2, Bylgjuna og fleiri fjölmiðla samsteypunnar. Þetta fer allt í hringi.

Fræg mynd frá árinu 2017 þegar Fjarskipti (sem ráku Vodafone) keyptu sjónvarpshluta 365 á um 7,7 milljarða kr. og fengu þau hjón, Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir, vel yfir 2 milljarða greidda í reiðufé í þessum viðskiptum.

Hlaðvarp okkar ritstjóranna heitir Hluthafaspjallið og er tekið upp hjá efnisveitunni Brotkast.is og sýnt þar. Kaupa þarf áskrift til að sjá spjallið okkar í fullri lengd sem öll önnur hlaðvörp veitunnar.

Share by: