Kauphöllin: Þetta er ástæðan fyrir því að JBT-Marel hækkaði um 13% í vikunni

28. febrúar 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
Hlutabréf í JBT Marel tóku kipp í vikunni eftir gott uppgjör beggja félaga á fjórða ársfjórðungi. Það lækkaði að vísu aðeins í Kauphöllinni í dag, föstudag, en hækkunin er engu að síður um 13% í vikunni. Hið sameinaða félag er tvískráð, bæði í New York og á Íslandi. Greinendur tóku strax vel í uppgjör félaganna. 

Það sem vegur þyngst og skýrir þessa hækkun að mestu er sterk pantanastaða hjá fyrirtækinu í upphafi árs - sérstaklega innan kjúklingageirans - og aukin trú á aukna samlegð og hagræðingu með sameiningunni. Áætlað er að hún verði 21 milljarður á næstu þremur árum. 
Share by: