Útför séra Vigfúsar Þórs Árnasonar, fyrrverandi sóknarprests í Grafarvogi, verður kl. 13 í dag frá Grafarvogskirkju. Streymt verður frá útförinni á https://streyma.is/streyma/. Vigfús lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. febrúar síðastliðinn.
Hann varð sóknarprestur á Siglufirði árið 1976 og síðan í Grafarvogi árið 1989 og þjónaði í sókninni okkar til ársins 2016 þegar hann lét af störfum vegna aldurs.
Fjölmargar minningargreinar eru um séra Vigfús í Morgunblaðinu í morgun.
Blessuð sé minning Vigfúsar Þórs. Engum manni á söfnuðurinn í Grafarvogi jafnmikið að þakka og séra Vigfúsi sem byggði upp sóknina frá grunni og lét mjög til sín taka við byggingu Grafarvogskirkju ásamt mjög svo duglegu fólki í sókninni.
Fjölmargar minningargreinar eru um séra Vigfús í Morgunblaðinu í morgun.