Ekki bara bækur: Helga Margrét syngur í Spönginni nk. laugardag

11. mars 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Við mælum með. Það eru ekki bara bækur í Borgarbókasafninu í Spöng heldur er safnið lifandi menningarsetur með alls kyns viðburðum. Það er til dæmis hægt að mæla með því að kíkja þangað kl. 13:00 nk. laugardag, 15. mars, þegar Helga Margrét Clarke   söngkona, Jón Ingimundarson píanóleikari og Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari flytja tónlist um konur, og eftir konur, í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Tónleikarnir standa yfir í um 45 mínútur.


Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Dægurflugur í hádeginu, sem fer fram yfir vetrartímann. Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari hefur umsjón með tónleikunum, hann fær til sín ólíkt tónlistarfólk í hvert sinn.


Helga Margrét Clarke, söngkona og lagahöfundur, er þekkt fyrir að flétta saman áhrifum frá klassískri og rytmískri tónlist á einstakan hátt. Flutningur hennar einkennist af djúpri túlkun sem heillar áheyrendur og skapar sterka tengingu við textann og tónlistina.


Frítt er inn á tónleikana og eru allir hjartanlega velkomnir. Tónleikarnir hefjast  kl. 13:15 og þeim lýkur kl. 14:00

Helga Margrét Clarke, söngkona og lagahöfundur. Við mælum með að kíkja á laugardaginn.

Share by: