Mörg möstur og loftnet: „Rimahverfi“ árið 1936

12. mars 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Við höldum hér áfram umfjöllun okkar um Gufunesradíó, Loftskeytastöðina í Gufunesi, en grein okkar frá í gær hefur vakið mikla athygli og fékk góða lesningu. Byggðasafnið á Skógum er með gömul tæki úr stöðinni og á myndir sem fróðlegt er að skoða. Hún er mögnuð myndin sem safnið á af stöðinni og umhverfi hennar þegar hún var nýtekin til starfa í „Rimahverfinu“ árið 1935. Myndin er sögð frá fyrstu árum stöðvarinnar og við gefum okkur að hún sé tekin árið eftir, eða 1936. Meðfylgjandi myndir í greininni okkar eru fengnar frá Skógasafni.


Takið eftir því hvað möstrin og loftnetin eru mörg! Gufunesstöðin var heill heimur út af fyrir sig og stöðin böðuð ákveðnum ljóma með öll þessi möstur og loftnet. Kallmerki stöðvarinnar var Gufunes-radíó og tíðnin fyrir bílana 2790 kHz.


Eftirfarandi texta og myndir af loftskeytastöðinni er að finna á Sarpinum en þar kemur fram að gamla loftskeytastöðin á Melunum, rétt hjá Háskólabíói og Veröld - húsi Vigdísar, sem tók til starfa 1918 var lögð niður árið 1963 og öll starfsemin flutt upp í Gufunes og allri talstöðvarþjónustu við skip, flug og bíla þjónað þaðan.

Viðtökutækin og vinnuborðið aðeins öðru vísi en nú til dags. Takið eftir rauða eplinu við símann. Kannski fyrirboði um Apple og Iphone - þótt það fyrirtæki hafi ekki verið stofnað í Grafarvogi eða hinum sögufræga stað, Gufunesi.

Í Skógasafni er fjallað um sögu Loftskeytastöðvarinnar í Gufunesi og móttökutæki frá fyrstu árum stöðvarinnar eru þar á sýningu. Um stöðina segir í Sarpinum: „Vinnuborðin voru hönnuð og sérsmíðuð á þjónustuverkstæði stöðvarinnar af Jóni Ármanni Jakobssyni deildastjóra og Stefáni Arnar stöðvastjóra. Loftskeytastöðin var byggð á landi Gufuness árið 1935. Sama ár hófst þjónusta við flug yfir Atlantshafið.


Árið 1938 komst á ritsímasamband á stuttbylgjum við Bandaríkin frá Gufunesi. Einstaka fjallabílar voru að koma með talstöðvar eftir 1951 og fjölgaði mikið eftir árið 1958 þegar Landsíminn framleiddi sérstakar stöðvar fyrir bíla.


Sólahringsþjónustu var því komið á árið 1961 fyrir bíla á tíðninni 2790 kHz. og kallmerki stöðvarinnar var Gufunes-radíó.


Árið 1963 var Loftskeytastöðin á Melunum lögð niður og öll starfsemi flutt upp í Gufunes og öll talstöðvaþjónusta við skip, flug og bíla var þjónað frá Gufunesi. Kallmerki við skip voru notuð áfram, eins og þegar fjarskiptin fóru fram frá Melastöðinni frá 1918, „Reykjavík Radio“, TFA.


Enn þann dag í dag (árið 2023) er flugþjónustan rekin frá Gufunesi en þjónusta við skip hefur verið flutt í Skógahlíð 14 og heitir núna „Vaktstöð Siglinga“. Gufunesstöðin hefur ávallt verið móttökustöð og haft sendana annarstaðar,“ segir í texta Skógasafns.

Sólahringsþjónustu var komið á árið 1961 fyrir bíla á tíðninni 2790 kHz. og kallmerki stöðvarinnar var Gufunes-radíó.

Árið 1938 komst á ritsímasamband á stuttbylgjum við Bandaríkin frá Gufunesi.

Stund milli stríða og menn slaka á með góðan vindil. Á þessum árum var reykt á öllum vinnustöðum. Nú telst til undantekninga ef reykingalykt finnst utan vinnustaða.

Share by: