Það var fagnað í póstnúmeri 113 í gærkvöldi;
Grafarholti og Úlfársárdal.
Fram vann þriggja marka sigur gegn Aftureldingu 36-33 í algjörum spennutrylli á Ásvöllum í gærkvöldi og eru þar með komnir í úrslit í bikarkeppninni í handbolta; Powerade-bikarnum, og mæta Stjörnunni í úrslitum á laugardaginn.
Framarar voru lengst af yfir. Staðan var jöfn þegar rúmlega 30 sekúndur voru eftir þá töpuðu Framarar boltanum og Mosfellingar brunuðu upp og skoruðu. Þá tóku Framarar leikhlé og náðu að jafna undir það allra, allra síðasta.
Leikurinn fór þá í framlengingu þar sem Framarar höfðu betur og mæta Stjörnunni í úrslitum - en Stjörnmenn unnu Vestmannaeyinga á Ásvöllum fyrr um kvöldið.
Hér má sjá öfluga frétt
Vísis
um leikinn og skemmtilegar myndir
Vilhelms Gunnarssonar ljósmyndara.