Framarar fá sænskan sóknarmann: Jokob Byström

17. febrúar 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
Framarar sögðu frá því á heimasíðu félagsins um síðustu helgi að félagið hefði fengið sænskan sóknarmann til meistaraflokks félagsins í knattspyrnu en hann er ekki alls ókunnur hjá félaginu.

„Það gleður okkur mikið að kynna komu Jakob Byström til félagsins,“ sagði í frétt frá félaginu.

„Jakob er ungur og efnilegur sóknarmaður sem kemur til okkar frá Svíþjóð. Seint á síðasta ári var hann á reynslu hjá liðinu þar sem hann stóð sig vel og hreif þjálfarateymið okkar. 

Við hlökkum til að fylgjast með Jakob vaxa og dafna á sínu nýja heimili og bjóðum hann hjartanlega velkominn í okkar góða félag,“ sagði í frétt frá Fram.

Share by: