Gleði í 113: Til hamingju Framarar með bikarinn - léku til úrslita á báðum vígstöðvum

2. mars 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
Það ríkir svo sannarlega gleði í póstnúmeri 113; Grafarholti og Úlfarsárdalnum, eftir gærdaginn þegar Fram varð bikarmeistari karla í handbolta árið 2025 með því að vinna Powerade-bikarinn. Framarar lögðu Stjörnuna að velli 31-25 í spennandi úrslitaleik að Ásvöllum í Hafnarfirði. Þetta er annar bikartitill Framara og sá fyrsti síðan árið 2000. 

Framarar gátu unnið tvöfalt því kvennalið Fram keppti líka til úrslita  á móti Haukum en tapaði þeirri viðureign eftir fremur erfiða byrjun í leiknum þar sem liðið hleypti Haukakonum of langt fram úr sér. 

Handboltinn er svo sannarlega í hæstu hæðum á svæðinu. Grafarvogur.net óskar Frömurum til hamingju með handboltann; bikarmeistarar karla 2025 og silfrið hjá konunum. 

Vísir er með mjög góða umfjöllun um leikina og hér má sjá skemmtilega myndasyrpu á visir.is eftir Aron Brink ljósmyndara.
Share by: