Handbolti. Framarar standa í ströngu
næstu daga í bikarkeppninni í handbolta; Powerade-bikarnum, og ballið byrjar á morgun hjá körlunum. Bæði karla- og kvennalið Fram eru komin í undanúrslitin - fjögurra lið keppnina - og svo gæti farið að Fram nái tveimur titlum á laugardag, en gæti líka setið uppi með sárt ennið. Keppt er á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Hjá körlunum
hefst keppnin á morgun kl. 18:00 með leik Stjörnunnar og ÍBV en Fram og Afturelding mætast í seinni leiknum kl. 20:15.
Undanúrslitin hjá konunum
verða á fimmtudaginn. Kl. 18:00 eigast Reykjavíkurstórveldin Fram og Valur við og kl. 20:15 er það leikur Gróttu og Hauka.
Úrslitaleikir Powerade-bikarsins
verða svo á laugardaginn 1. mars. Úrslitaleikur kvenna hefst 13:30
og úrslitaleikur karla kl. 16:00
og báðir leikirnir verða í beinum útsendingum á RÚV.