Markús Páll Ellertsson, leikmaður Fram, hefur verið seldur til Ítalíu en þar gengur hann til liðs við Triestina Calcio í Serie C. Í frétt frá Fram segir að mikill söknuður verði af Markúsi sem sé Framari út í gegn.
„Hann hefur spilað upp alla flokka með Fram og höfum við nú þegar fengið að sjá hann spreyta sig með meistaraflokknum.
Við munum fylgjast náið með okkar manni og óskum við honum alls hins besta í þessu nýja verkefni.
Þessi tíðindi undirstrika það frábæra starf sem er unnið í okkar yngri flokka starfi og erum við gífurlega stolf af því að deila þessu með ykkur.“