Ég hvet ykkur til að lesa fyrst fagurgalann um íbúalýðræði sem þið hafið látið hnoða saman

8. apríl 2025
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var harðorð um um vinnu­brögð meirihlutans á fundi borgarstjórar í dag varðandi þéttingu byggðar í Grafarvogi og sagði að vinnubrögðin væru blaut tuska í and­lit Grafar­vogs­búa. Þetta kemur fram í frétt mbl.is um fundinn í dag.

„Ég hvet ein­dregið þá borg­ar­full­trúa sem ætla að staðfesta þessa vilja­yf­ir­lýs­ingu á þess­um fundi til þess að lesa fyrst fag­ur­gal­ann um íbúa­lýðræði, sem þau sjálf hafa látið setja sam­an í fal­leg­an bæk­ling, og spyrja sig síðan hvort þau aðhyll­ist í raun íbúa­lýðræði og sam­vinnu við borg­ar­búa eða hvort þau láti sér nægja að hnoða sam­an fag­ur­gala um lýðræði til að blekkja kjós­end­ur svo þau geti síðan staðið í stríði við þá,“ sagði Marta á fundinum.

Marta sagði á fundinum að and­staða við þétt­ingu í grón­um hverf­um í Grafar­vogi hefðu komið skýrt fram á fjöl­menn­um íbúa­fund­um. 

Hún fór síðan yfir þau stórfurðulegu vinnubrögð meirihlutans, sem Grafarvogur.net hefur fjallað um síðustu daga, að gefa íbúum kost á að and­mæla þétt­ingaráform­um og breyttu aðalskipulagi til 5. maí nk. en úthluta síðan lóðum sl. fimmtudag áður en andmælafresturinn væri liðinn.

„En svo það færi nú ekk­ert á milli mála að það væri nú ekki ómaks­ins vert að and­mæla hæ­stráðanda, meiri­hlut­an­um í þess­um sal, sáu borg­ar­yf­ir­völd ástæðu til að samþykkja í borg­ar­ráði síðastliðinn fimmtu­dag vilja­yf­ir­lýs­ingu um upp­bygg­ingu á fyr­ir­huguðum þétt­ing­ar­reit­um Grafar­vogs,“ seg­ir Marta.

„Og einmitt nú á þess­um borg­ar­stjórn­ar­fundi stend­ur til að staðfesta þessa vilja­yf­ir­lýs­ingu,“ sagði Marta. - JGH