Til hamingju fermingarbörn í Grafarvogi
TIL HAMINGJU. Það var mikið um að vera í Grafarvogskirkju um helgina þegar fjöldinn allur af ungmennum var fermdur og mikill hátíðleiki yfir öllu að venju. Kirkjan skartaði sínu fegursta.
Fermingardagurinn er einn af eftirminnilegustu dögum á æviskeiði hvers og eins og jafnan spenna sem hleðst upp í kringum þá merku athöfn, bæði hjá fermingarbörnunum sem og aðstandendum þeirra.
Það var fermt báða dagana í Grafarvogskirkju um helgina. Laugardagarnir hafa öðlast vinsældir þar sem mörgum þykir auðveldara að halda fermingarveislurnar eftir hádegi á laugardögum en sunnudögum. Á árum áður var aldrei fermt á laugardögum.
Grafarvogur.net óskar öllum fermingarbörnum í Grafarvogi innilega til hamingju með þennan merka áfanga.
Við birtum hér nokkrar myndir af FB-síðu Grafarvogskirkju. - JGH

Fermingin er eftirminnileg og hátíðleg stund í lífi hvers og eins.

Frá annarri tveggja fermingarmessa í Grafarvogskirkju á laugardag þegar bæði var fremt kl. 11:00 og aftur kl. 13:30. Laugardagar hafa öðlast vinsældir sem fermingardagar.

Mikill fjöldi aðstandenda fermingarbarna mætir að venju í kirkjuna.

Auðvitað er spenna í lofti þegar fermingardagurin rennur loksins upp.