Síminn gerir sig gildandi í fjártækni með Noona og kreditkorti Símans Pay

22. apríl 2025

Síminn er alltaf að bæta við sig fleiri tekjulínum og hefur gert sig gildandi í fjártækni. Þetta kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar á Brotkast.is, HLUTHAFASPJALLINU, þar sem við ræðum við Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans.


Fjártækni sem tekjusvið hjá Símanum byggist á því að fólk pantar alls kyns þjónustu í gegnum snjallsíma og greiðir fyrir með símanum sínum. Hvers vegna þá ekki að taka skrefið inn á svið fjártækninnar og nýta sér sterkt greiðslukerfi vegna fjölda viðskiptavina fyrirtækisins.


Það er snjalltæknin og væntanlega frekari framþróun í gervigreind sem opnar á alls kyns möguleika á nýjum sviðum.


Þess vegna keypti Síminn hið vinsæla smáforrit Noona á síðasta ári og hugmyndafræðin er sú sama á bak við kreditkort Símans Pay en um tíu þúsund manns eru núna með Léttkort Pay.