Könglar á stangli
Það er krökkt af stönglum á stanglií trjálundinum fyrir neðan leikskólann Funaborg við Funfold; skammt frá brúnni sjálfri; Gullinbrú. Við segjum á stangli - á víð og drefi - en stönglarnir liggja þarna í hrúgum undir barrtrjánum.
Það var iðandi mannlíf á stígnum í kringum voginn í gær og allir að viðra sig á öðrum degi páska. Þessi lundur hefur verið þarna frá því á níunda áratugnum þegar Grafarvogurinn hóf að byggjast upp - eða frá því að elstu Grafarvogsbúar muna eftir - og hefur dafnað vel.
Fallegt er þarna og þessi lundur setur svo sannarlega góðan svip á byggðina þegar ekið er yfir brúna. Vonandi að nýju borgarstýrurnar láti þennan reit í friði - svo herskáar sem þær eru í þéttingunni.
Grafarvogsbúar kunna hins vegar vel að meta hin grænu svæði, sem og göngu- og hjólastígana sem víða liggja, og sem nú er sótt að í nafni þéttingar. - JGH

Vinsæll hjóla- og göngustígur liggur í genum lundinn fyrir neðan Funaborg.

Könglar á stangli - á víð og dreif. Þeir eru þarna úti um allt í hrúgum undir barrtrjánum.