Lögregluaðgerð við ljósin á Gullinbrú og Fjallkonuvegi
17. apríl 2025
Mikil lögregluaðgerð
að því er virtist var við ljósin á gatnamótum Gullinbrúar og Fjallkonuvegar skömmu fyrir klukkan átján áðan. Þarna var einn merktur lögreglubíll og tveir ómerktir en þó með blikkandi ljós og ekki annað að sjá en leitað væri í einkabíl við ljósin. Ekki er vitað hvað þarna var um að vera en eðlilega vakti þetta mikla athygli vegfarenda. - JGH