Bátur mátar sig við kirkjuna - smá myndadans í kringum kirkjuna í Stykkishólmi
16. apríl 2025
Grafarvogur.net var á ferð í Stykkishólmi í dag. Það var kaldara þar og meiri blástur en í borginni. En Stykkishólmur er með fallegustu bæjarstæðum landsins og kirkjan þar tilkomumikið kennileiti líkt og í mörgum bæjarfélögum.
Kirkjan var vígð 1990 og sést víða að. Hér kemur smá myndadans af henni frá nokkrum sjónarhornum og ekki laust við að báturinn í víkinni máti sig við guðshúsið - nema það sé hið gagnstæða.
Hólmurinn er svo sannarlega fallegur - og býður upp í dans. - JGH

Horft yfir víkina - sem ku heita Maðkavík - yfir til hinnar fögru Stykkishólmskirkju.

Bátar í vör og feðgar á spjalli.

Tilkomumikil er hún og turninn tignarlegur.