Hvaða málshátt fékkst þú? Málshættir létta lund í veislunum

21. apríl 2025

Það er alltaf ákveðin eftirvænting  eftir málshættinum þegar páskaegg er brotið og innihaldið kannað. Eftir að litlu páskaeggin komu til sögunnar - og hvert með sínum málshætti - hafa þau orðið vinsæl í veislum. 


Í páskaveislu gærdagsins hjá undirrituðum, þar sem stórfjölskyldan kom saman í hið hefðbundna páskalamb páskadagsins, var boðið upp á lítil páskaegg eftir steikina og fyrir ísinn. 


Súkkulaðið gott en svo var hringurinn tekinn þar sem hver og einn las sinn málshátt, hver öðrum betri. Fjórir fengu að vísu sama málsháttinn; Eigi fellur tré við hið fyrsta högg. 


Ég mátti til og smellti mynd af málsháttunum.


Þeir koma hér:

1) Margur á bágan dag en blítt kvöld.

2) Fénast farandi, sveltur sitjandi.

3) Annars byrði er öðrum létt.

4) Enginn kennir það öðrum, er ei kann sjálfur.

5) Enginn skyldi einn í sorgum sitja.

6) Nær ein aldra rís, þá önnur er vís.

7) Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.

8) Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill.

9) Sjaldséðir eru hvítir hrafnar.

10) Ekki er allt gull sem glóir (né flot sem flóir).

11) Gott er góðum að þjóna.

12) Alvara og gaman eiga illa saman.

13) Sá gefur tvisvar sem gefur fljótt.

14) Háð er heimskra gaman.

15) Náið er nef augum.

 - JGH