Skátarnir með hátíð við Rimaskóla á morgun. Sykurpúðar, sirkus og Döðlurnar
SUMARDAGURINN FYRSTI Á MORGUN. Skátarnir veriða með hátíð við Rimaskóla á morgun, sumardaginn fyrsta, og hefst skemmtunin kl. 13:00 og stendur til 16:00. Það er skátafélagið Vogbúar, skátar í Grafarvogi og Grafarholti, sem stendur að skemmtuninni í samstarfi við Reykjavíkurborg og verður margt í boði.
Í frétt frá skátunum segir: „Við hjá Vogabúum erum búin að óska eftir góða veðrinu og verðum með hoppukastala, leiktæki, varðeld, pulsur (já pulsur!) og sykurpúða, sirkusatriði frá Sirkus Íslands og svo stíga Döðlurnar á svið með tónlistaratriði, hvað verður það betra!
Dagskrá:
- Svæðið opnar kl 13.00
- Döðlurnar stíga á svið kl 14.00
- Sirkus Íslands stíga á stokk kl 15.00
- Veitingasala opin milli 13 og 16.00 ásamt leiktækjum og köstulum.“
Öflugt hjá skátunum og nú er bara að mæta við Rimaskólann á morgun. - JGH