Þegar komið er fram í mars er ekki alveg sama hvenær dags fólk fer í gönguferðir. Það er mikill munur á hitastiginu á morgnanna og kvöldin eða í sólinni yfir daginn. Þessi fallegi laugardagur bauð upp á marsgöngu í sólinni yfir miðjan daginn þar sem sólbráðið svellið setti svip sinn á göngustígana.
Geimvísindin segja manni að Marsganga sé jú geimganga á yfirborði Mars – en það er nú ekki alveg komið að þeim gönguferðum ennþá. Í Grafarvoginum njóta allir hins vegar góða veðursins í sólinni og spígspora um á göngustígunum í ekta marsgöngu og njóta útivistarinnar.
Nokkrar myndir úr gönguferð dagsins þar sem marserað var á stígunum – þó ekki í takt eins og hermenn – og þar sem blikaði á bráðnandi svellið í sólinni. Svona gönguferðir eru engin geimvísindi og hvað þá geimgöngur heldur bara einföld og góð útivera í sólinn; marsgöngur eins og þær gerast bestar.
Það er meira líf undir brúnni en margur heldur.
Marsganga í sólinni.
Blikar á Bryggjuhverfið.
Hjólin snúast undir brúnni.
Sólbráðið svellið í blikandi sól.