Þetta er hún Trýna og hún ber nafn með rentu. Hún var nú ekki ein á ferð þegar við rákumst á hana í morgungöngunni. Hún var með eiganda sínum, Grafarvogsbúanum Þorleifi Gíslasyni, á sinni hefðbundu morgungöngu í Hamarahverfinu.
Trýna er eins og hálfsárs af tegundinni Mini Schnauzer. Þessi tegund er ættuð frá Þýskalandi. Trýna er fallegur, svartur hundur sem naut athyglinnar sem hún fékk þegar hún var mynduð.
Og hún ber nafn með rentu því Schnauzer þýðir trýni á þýsku. Mini Schnauzer er víst stundum kallaður Litli Snasi á íslensku. Þorleifur segir að Trýna sé fyrsti hundur fjölskyldunnar og farið sé með hana tvisvar til þrisvar á dag í gönguferðir.
Um þessa tegund segir á netinu: „Schnauzer eru hugaðir, orkumiklir, hvatvísir (þó í góðu jafnvægi), harðgerir, stoltir og yfirráðagjarnir. Giant Schnauzer er rólegri en minni fjörugu Snauzer hundarnir. Þessi tryggi ástúðlegi hundur elskar börn og er frábært gæludýr. Sífellt á verði, tortrygginn við ókunnuga og mjög áreiðanlegir. Standard og Giant Schnauzer eru frábærir varðhundar. Þeir þurfa ákveðna þjálfun og mikla athygli.“
Þá segir ennfremur: „Miniature Schnauzer var þróaður í kringum árið 1880 með því að valrækta minnstu Standard Schnauzer hundana. Í Evrópu var Giant Schnauzer vinsælasta gerðin en í enskumælandi löndum er Miniature Schnauzer algengari.
Sumir telja að Miniature Schnauzer hafi verið búinn til með því að blanda Affenpinscher og Miniature Pincher við Schnauzer og jafnvel Poodle þó það sé heldur ólíklegt.
Hreyfiþörf: Þetta eru virkir hundar sem þurfa pláss og talsverða hreyfingu til að halda sér heilbrigðum á líkama og sál.
Feldhirða: Dagleg burstun og svo þarf hann að fara til hundasnyrtis á 3 mánaða fresti.“
Grafarvogsbúinn Þorleifur Gíslason á morgungöngu sinni með Trýnu sem er af tegundinni Schnauzer sem er þýskt hundakyn - svona eins og nafnið bendir til.