Jón Karl Ólafsson þriðji heiðursforseti Fjölnis - til hamingju Jón

10. apríl 2025

Það er fyllsta ástæða til að óska Jóni Karli Ólafssyni til hamingu með þá miklu viðurkenningu sem Fjölnismenn sæmdu hann í fyrradag þegar hann varð þriðji heiðursforseti Fjölnis. Jón Karl er mjög vel að þessari viðurkenningu kominn.


Hann hefur unnið afar vel fyrir félagið og var formaður Fjölnis í fimmtán ár og sat í stjórn félagsins í yfir tuttugu ár. Þá má geta þess að hann fékk sömuleiðis gullmerki UMFÍ við sama tækifæri. Vel gert og til hamingju Jón Karl.


Þess má geta að Jón Karl er umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi.

Jón Karl með Jóhanni Steinari Ingimundarsyni, formanni UMFÍ. Jóhann Steinar kemur frá Stjörnunni í Garðabæ.

Jón Karl Ólafsson varð þrjiði heiðursforseti Fjölnis í fyrradag. Hér er hann með viðurkenninguna ásamt veglegum blómvendi.