Hiti í kortunum í páskafríinu

15. apríl 2025

Það er ágætur hiti í kortunum næstu daga á höfuðborgarsvæðinu og útlit fyrir talsverða útiveru hjá landanum í páskafríinu. Sjö til átta stiga hiti í dag og á morgun í Grafarvoginum, dettur aðeins niður á fimmtudag, en hlýnar eftir það og verður aftur um sjö til átta stiga hiti á föstudaginn langa og fram yfir páska - og úrkomulaust.


Vissulega kaldara á hálendingu og þá fá Ausfirðingar ekki alveg sama hitann þessa daga. Talsvert gluggaveður að undanförnu en breyting á og hiti í kortunum í páskafríinu.


Kortið sem við sýnum er spáin fyrir laugardaginn.  - JGH