Yfir til þín, skipti: Þegar Gufunesradíó var miðpunktur alheimsins

11. mars 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

SAMANTEKT: GÍSLI KRISTJÁNSSON

Gufnesradíó var samfélagmiðill síns tíma; tók meira að segja fram sveitasímanum í að tengja saman fólk. Allir gátu kallað á alla og svarað öllum. Stöðin var mikið öryggisnet. Talsamband við skip og báta og jeppamenning landsmanna væri ekki svipur hjá sjón án Gufunessradíós. Yfir til þín, ég skipti. Nú er Gufunesstöðin rekin af Isavia og er miðpunkturinn í þjónustu við flugumferð um Norður-Atlantshaf. Öryggishlutverkið er síst minna en var – en almenningur hlustar ekki lengur á samskiptin. Svolítil hógværð hjá okkur - en Grafarvogur er og hefur alltaf verið nafli alheimsins - eða er það ekki annars?


STÖÐIN VAR REIST 1935 – TALSAMBAND VIÐ ÚTLÖND

Stuttbylgjustöðin í Gufunesi hefði orðið níræð á síðasta ári – ef henni hefði verið ætlað lengra líf í sínu upphaflega hlutverki - því sumarið 1934 stóð mikið til í Gufunesi og raunar líka á Vatnsendahæð.


Þetta þóttu tíðindi enda þörf á að auka öryggi í fjarskiptum bæði innanlands og utan. Sæstengurinn til útlanda bilaði oft þegar vaxandi togarafloti dró vörpur sínar bæði oftar og dýpra við stendur landsins. Sömuleiðis var Gufunesstöðinni ætlað að annast talsamband við útlönd og afgreiðslu við skip í höfnum í kringum Ísland og afla og senda út veðurfréttir.


Landsíminn fékk stóra lóð, 88 hektara, til umráða þarna á háholtinu þar sem möstur og hús risu. Gufunesradó stóð eins og baðað töfraljóma. Bara nafnið eitt fékk fólk til að beina sjónum til himins. Þetta er mögrum í fersku minni og húsið stendur ennþá; það er austan við Rimahverfið í Grafarvogi. Mikil saga á holtinu þarna ekki síður en um allt Grafarvogshverfið.

Núna er Gufunesradíó ekki lengur til eftir áratuga þjónustu við flugvélar, skip, báta og jeppamenn. Núna nefnist stöðin Flugfjarskipti, Iceland Radio, og er rekin af Isavia og er miðpunktur þjónustu við flugumferð yfir Norður-Atlantshaf. Enda stöðin rammgirt af og óviðkomandi stranglega bannaður aðgangur.

TIL ÖRYGGIS FYRIR SJÓMENN

Guðmundur Hlíðdal, landsímastjóri, kynnti nýjungina og framkvæmdina fyrir útvarpshlustendum sumarið 1934 en stöðin í Gufunesi var reist árið eftir, 1935. Þetta var varastöð þegar annað samband var í ólagi, og þó umfram allt til öryggis fyrir sjófarendur.


Landsímastjóri sagði: „Það er afgreiðsla við skip á höfnunum umhverfis Ísland og lengra burtu, en kröfur um hverskonar öryggi á sjó fara nú mjög í vöxt, og mundi það hafa óhagstæð áhrif á skipaviðskipti vor, að geta ekki veitt svipaða skipaþjónustu og aðrar þjóðir veita núna.“


Hann sagði einnig: „Auk alls þessa hefir komið til orða, að ríkisútvarpið leiti saminga við landsímann um afnot af stuttbylgjustöðinni, til þess að útvarpa til Íslendinga erlendis, ef til þess fæst heimild ríkisstjórnarinnar“. 


Þarna er kominn kjarni minninganna um Gufunesradíó. Talsamband við flugvélar, skip, báta og með tíð og tíma við ökuþóra um fjöll og firnindi innanlands og víst er að jeppamenning landsmanna væri ekki svipur hjá sjón án Gufunessradíós.


TALSTÖÐVAR OG TIGNARLEG LOFNET Á JEPPUM

Allir sveinar, sem vildu heita menn með mönnum, státuðu af spengilegum loftnetum á fjórhjóladrifnum farartækjum sínum. Talstöð með loftneti, oft aftast á jeppanum, var tákn karlmennskunnar og sveiflaðist tignarlegar á torfærum vegum. Sá var vel tengdur sem tengdist Gufunesi um loftnet sitt.


MIÐPUNKTUR Í ÞJÓNUSTU YFIR NORÐUR-ATLANTSHAFIÐ

Það var ekki fyrr en á þessari öld að jeppamenn fór að lýsa eftir hvað hefði orðið um loftnetin. Þau voru þó að sögn sjáanleg enn á stöku jeppa en bara til sýnis en engin talstöð var tengd undir mælaborðinu. Þar kom að síðasti jeppakarlinn sagði lokaorðin: „Yfir og út!“


En – nei! Alls ekki yfir og út. Möstrin sem þjónuðu Gufunesrádíó voru rifin niður og Míla reisti nýtt árið 1999. Stöðvarhúsið stendur samt ennþá. Loftskeytastöðin í Gufunesi þjónustaði flugið í áratugi. Það hlutverk heyrir ekki sögunni til. Núna er starfsemin rekin af Isavia og er miðpunkturinn í þjónustu við flugumferð um Norður-Atlantshaf. Öryggishlutverkið er síst minna en var en almenningur hlustar ekki lengur á samskiptin. (Greinin hefur verið uppfærð. - JGH).

Landsíminn fékk stóra lóð, 88 hektara, til umráða þarna á háholtinu þar sem þetta hús og mörg möstur voru reist. Gufunesradíó stóð þarna baðað töfraljóma í áratugi áður en Grafarvogshverfið byggðist. Gömlu möstrin voru  tekin niður og núverandi mastur var reist af Mílu árið 2005.

Gömlu möstur loftskeytastöðvarinnar í Gufunesi voru tekin niður og heyra sögunni til. En það er skemmtileg saga. Þetta tignarlega mastur var reist af Mílu árið 2005. Gufunesradíó var stór hluti af jeppamenningu Íslendinga í áratugi. Alvöru jeppakarlar voru með stór loftnet á jeppunum og náðu sambandi í sínum hálendisferðum í gegnum Gufunes.

Share by: