Sýndu verðlaunabikarana á skákæfingunni

11. mars 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Sigri fagnað. Þessir sigursælu krakkar mættu með verðlaunagripina á skákæfingu Skákdeildar Fjölnis síðastliðinn fimmtudag og enginn úr hópnum lét sig vanta. Það þykir jú grátlegt að missa af skákæfingu. Alls mættu 55 krakkar í Rimaskóla á æfinguna og það má segja að teflt hafi verið um „allan skólann“, uppi og niðri. Allt gekk þetta vel fyrir sig og að vanda var mikil verðlaunahátíð og happadrætti í lokin þar sem 23 þátttakendur glöddust yfir góðri frammistöðu. Allir eru jú að standa sig og njóta.

 

Það var líka fyllsta ástæða til að sýna verðlaunagripina á æfingunni og gleðjast því svo glæsilegur var árangur þeirra á Reykjavíkurmóti grunnskóla, líkt og fram hefur komið í frétt hér á Grafarvogur.net. Fjölniskrakkarnir unnu þar alla bikara keppninnar í 1 til 7 bekk, alls 4 talsins. Geri aðrir betur.

 

Fjölniskrakkar eru ekki þau einu sem staðið hafa sig vel að undanförnu því sönn sigurgleði hefur verið á meðal allra skákmanna Fjölnis, barna sem fullorðinna, enda varð A sveit Fjölnis Íslandsmeistari skákfélaga 2025 á dögunum, annað árið í röð og það með „fullu húsi“ í bæði skiptin. B sveit Fjölnis vann sér sæti í 1. deild á sama móti.


Það er með mikilli ánægju sem Grafarvogur.net birtir fréttir af hinu öfluga skáklífi í Grafarvogi en maðurinn á bak við það er Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri í Rimaskóla, og formaður Skákdeildar Fjölnis og er hann sérlega duglegur að kynna skáklistina á síðu félagsins og að sjálfsögðu vekjum við athygli á árangrinum.


Grafarvogsbúar; það er ærin ástæða til að gleðjast yfir þessum árangri. Áfram Fjölnir!

Reykjavíkurmeistarar grunnskóla í 4. - 7. bekk.

Æfingin skapar meistarann. Markmiðið er að verða betri með reynslunni.

Ekki leiðinlegt að fá að vera með í þessum hópi.

Share by: