Viðskipti: Hafró notar nýja gervigreind og myndavélar við leit að loðnu

27. febrúar 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
Gervigreindin kemur víða við sögu. Athyglisverð frétt er á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar um nýja hátækni þar sem notast er við gervigreind við leit að loðnu og mælingar á henni. 

Þessi tækni var notuð í síðasta loðnuleiðangri Árna Friðrikssonar. Um er ræða búnað sem kallast Fiskgreinir, þróuð af StjörnuOdda og Hafrannsóknastofnun í samvinnu með Hampiðjunni, styrkt af Tækniþróunnarsjóði RannÍs. Búnaðurinn er á lokastigi hönnunar og var áður prófaður um borð í togurum, m.a. í karfarannsókn, en þetta er í fyrst skipti sem prófun er gerð samhliða bergmálsmælingu. 

Gervigreind greinir loðnuna frá öðrum fiskum

Í frétt Hafrannsóknastofnunar segir: „Fiskgreinir er hannaður sem plasthringur festur fyrir framan vörpupoka og inni í hringinn eru festar tvær stereo myndavélar. Myndavélar af þessari gerð taka þrívíddarmyndir af viðfangsefninu sem gerir kleift að mæla lengd loðnunnar óháð fjarlægð frá linsu, en einnig er ætlað að þjálfa tauganet (gervigreind) til að þekkja loðnuna frá öðrum tegundum. Í þessari prófun var notast við rautt ljós, sem hefur síður áhrif á atferli loðnunnar.

Hampiðjan hefur hannað sérsniðinn kapal, svokallaðan DynIce Data kapal og leystu málið við að setja kapalinn í veiðarfærið sem tengir tækið við skipið, svo hægt sé að streyma myndefninu í rauntíma til úrvinnslu.“

Sjá nánar hér - sem og stutt myndbrot úr myndavél greinisins í hafinu.
Share by: