Gleði í Grafarholti og Úlfársárdal annað kvöldið í röð.
Framkonur gerði sér lítið fyrir og sigruðu hið firnasterka lið Vals með tveimur mörkum í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld.
Líkt og hjá karlaliði Fram í gærkvöldi réðust úrslitin hjá konunum á síðustu mínútum – og voru þær mínútur spennuþrungnar í meira lagi. Leikurinn endaði 22-20 fyrir Fram. Bæði karla- og kvennalið Fram eru núna komin í úrslit í Powerade-bikarnum á laugardaginn og verður það að teljast mjög glæsilegt. Karlalið Fram keppir við Stjörnuna og kvennaliðið við Hauka.
Hér má sjá allt um leikinn á
íþróttasíðu Vísis
og sem fyrr er það
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari
sem er með snilldarmyndir frá leikjunum og er myndin hér að ofan fengin af vef Vísi.