VIÐ ERUM HÉR! Það er mikilvægt að Grafarvogsbúar haldi vöku sinni og sendi inn athugasemdir til borgarinnar vegna breytinga á aðalskipulaginu. Hitafundurinn í Borgum í síðustu viku var alveg skýr - fundarmenn höfnuðu öllum tillögunum. Á fundinum var þessari glæru brugðið á skjáinn og við blasti: VIÐ ERUM HÉR! Og mikið gert úr HÉR!
Bent var á að Grafarvogsbúar gætu gert formlegar athugasemdir fyrir 10. apríl.
Svo verður farið í að auglýsa skipulagstillögurnar í maí og staðfesting á nýju skipulagi verður svo í júlí nk.
HVAÐ SEM TAUTAR OG RAULAR
Það fór ekki á milli mála að við þessa glæru leit fundurinn svo á - svo ekki sé talað um skipulag fundarins - að verið væri að keyra breytingarnar í gegn hvað sem tautar og raular.
Við erum hér - hvar ert þú? Óneitanlega kemur sú setning úr hinni mjög svo umdeildu Símaauglýsingu frá 2012 með Jóni Gnarr og fleirum í huga við þessa miklu upphrópun: VIÐ ERUM HÉR!
En munum
10. apríl - gera þarf athugasemdir fyrir þann tíma. Höldum vöku okkar.
Höldum vöku okkar; það er verið að keyra málið áfram. Drög voru kynnt á hitafundinum í síðustu viku. Tillögur íbúa þurfa að vera komnar fyrir 10. apríl. Þetta verður auglýst í maí og staðfest í júlí í sumar.
Mikill einhugur var á meðal fundarmanna að fella þær tillögur sem kynntar voru á fundinum. Nú er spurningin - hversu mikið tillit verður tekið til óska fundarins?