Bjuggu til listaverk úr kössum af skákklukkum

26. mars 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

LISTAVERK.Það er með eindæmum ánægjulegt hversu mikill skákáhugi er hjá ungu kynslóðinni í Grafarvogi og þar á Helgi Árnason, fyrrum skólastjóri í Rimaskóla, mesta heiðurinn af mörgum sem leggja hönd á plóginn í þessari göfugu íþrótt. Þessa mynd frá helga rákumst við á og sýnir að það er gaman á æfingum - það er líka fyrir mestu.


Þessar tvær stúlkur fengu þá hugmynd að búa til listaverk úr kössunum utan af skákklukkunum. Byrjuðu að raða þeim upp og spennan gekk út á hersu hátt væri hægt að raða án þess að listaverkið gæfi eftir. Stórskemmtileg mynd. Vel gert!


Og auðvitað fáum við að sjá myndina þar sem listaverkið er í fullri stærð með þessum stoltu listamönnum.

Kassaturn. Það er gaman á skákæfingunum hjá Fjölni. Líf og fjör - og listaverk.

Share by: