Alexandra biðst afsökunar á hegðun sinni á hitafundinum í Grafarvogi

28. mars 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Alexandara Briem  borgarfulltrúi biðst í frétt á mbl.is afsökunar á hegðun sinni gagnvart einum fundargesti á hitafundinum í Grafarvogi í síðustu viku. Rætt er við Bergþóru Long, 28 ára Grafarvogsbúa, sem segir að Alexandra hafi verið ógnandi við móður sína á fundinum.


„Mér þykir óskap­lega leitt að hún hafi upp­lifað það þannig, enda fór ég og bað hana inni­legr­ar af­sök­un­ar þegar ég áttaði mig á því að henni liði þannig. En það var aldrei til­gang­ur minn að vera ógn­andi,“ seg­ir Alexandra í viðtali við mbl.is í dag.


„Í raun­inni upp­lifði ég mig í þrem­ur til­tölu­lega heit­um sam­töl­um sam­tím­is þegar þetta kom upp. Það voru læti þarna og ég get al­veg skilið að fólki líði illa yfir þessu. Mér leið ekk­ert vel held­ur og auðvitað átti ég ekki að hækka róm­inn svona. Ég biðst af­sök­un­ar og mun reyna að passa mig í framtíðinni,“ seg­ir Al­ex­andra.


Bergþóra var á fund­in­um ásamt móður sinni sem hún seg­ist hafa haft það á orði að borg­in væri ljúga varðandi upp­bygg­ingu á sam­göng­um í kring­um bygg­ing­ar­reit í Jöf­ur­bás í Gufu­nesi þar sem tvær blokk­ir hafa risið. Í fram­hald­inu hafi Al­ex­andra brugðist ókvæða við.


Seg­ir hún Al­exöndru hafa „öskrað“ á móður sína, sett bring­una fram og baðað út hönd­um með kreppta hnefa. Hún er sögð hafa hækkað rödd sína og sagt „ertu að segja að ég sé að ljúga.“


Sjálf segist Al­ex­andra ekki kannast við að hafa verið með kreppta hnefa en seg­ir að sér þyki at­vikið leitt og sér eft­ir því að hafa hækkað róm­inn. - JGH

Share by: