Væb-bræður sigruðu en lögreglan stöðvaði alla umferð úr Gufunesi eftir keppnina

23. febrúar 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
Það voru Væb-bræður sem sigruðu í söngvakeppni Sjónvarpsins í Gufunesi í gærkvöldi. Yfir 2 þúsund manns lögðu leið sína í Gufunesið til að horfa á keppnina. Eftir keppnina myndaðist veruleg umferðarteppa þar sem fjöldi lögreglumanna setti upp ölvunarpóst við gatnamót Gufunesvegar og Strandvegar, að sögn Arnórs Valdimarssonar íbúa í Grafarvogi sem skrifar um málið á FB-síðu Íbúa í Grafarvogi. Og hann er ekki sáttur:
 
„Að öllu jöfnu þá fagna ég sýnileika @Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í hverfinu okkar! Þar sem hún hefur ekki fasta viðveru þar lengur (því miður). En sem yfirvald þá er traust og meðalhóf sanngjörn krafa íbúa og annara vegfarenda um hverfið okkar.

Eftir frábært kvöld á frábærri Söngvakeppni Sjónvarpsins í Gufunesi í kvöld, þá kom ekkert annað en valdníðsla og truflun á eðlilegri umferð í hugann (í anda meirihlutans) þegar ég varð vitni að vinnubrögðum Lögreglu á gatnamótum Gufunesvegar og Strandvegar.

Þar var Lögreglan mætt með fjölda bíla og urmul af fólki. Og stöðvaði hvern einasta bíl á gatnamótunum, hvers afleiðing var að einungis örfáir bílar fóru yfir á hverjum grænum ljósum!

Þetta eru gatnamót sem meirihluti Reykjavíkur hefur hundsað að bæta flæði á, þrátt fyrir ítrekaðar óskir íbúa og (eins og Lögreglunni er fullkunnugt um) endalausar tafir!

Það að stöðva hvern einasta bíl á ljósunum er alls ekkert meðalhóf og skapaði óþarfa umferðaröngþveiti og langar tafir eftir samkomu hátt í 2 þúsund manns!

Maður spyr sig, er það ekki hlutverk Lögreglu að hindra brot? Væri ekki nær að athuga ástand ökumanna í Gufunesi frekar en að búa til KAOS á verstu gatnamótum hverfisins? Eins og kollegar þeirra gera jafnan eftir góðar þjóðhátíðir?“


Share by: