Eftir æsispennandi keppni fór það svo að Taflfélag Reykjavíkur, TR, bar sigur úr bítum, bæði í A og B-sveitum eftir harða keppni við Skákdeild Fjölnis. Þetta kvöld reyndist vera þeirra. A-sveit Fjölnis lenti í 2. sæti, sjónarmun á eftir TR og munaði þar mestu um að TR-ingar unnu Fjölni 4-2, þegar þessar tvær sterkustu sveitir mótsins mættust.
Úrslitin urðu annars þessi: TR
A-sveit í 1. sæti með 43 vinninga og 17 Matchpoints. Fjölnir A
með 41,5 vinninga og 16 Matchpoints. A-sveit Breiðabliks
lenti í þriðja sæti með 35 vinninga.
Þessi hraðskákmót hafa reynst einhver skemmtilegastu skákmót hvers árs enda ekkert alltof mikið um liðakeppnir í mótaáætlun Skáksambandsins.