Æsispennandi hraðskákmót: TR vann Fjölni eftir eitilharða keppni á Hraðskákmótinu 2025

23. febrúar 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
Klukkan tifar - ekki síst á hraðskákmótum! Eitt skemmtilegasta skákmót ársins var haldið í Hlöðunni í Gufunesi sl. miðvikudagskvöld, 19. febrúar; Hraðskákmót taflfélaganna 2025 - en Skákdeild Fjölnis hefur haft veg og vanda af mótinu frá 2017. 
  
Þrettán skáksveitiir frá 9 skákklúbbum tók þátt í mótunu að þessu sinni. Páll Sigurðsson var skákstjóri og Helgi Árnason, formaður Skákdeildar Fjölnis, var mótsstjóri.

Eftir æsispennandi keppni fór það svo að Taflfélag Reykjavíkur, TR, bar sigur úr bítum, bæði í A og B-sveitum eftir harða keppni við Skákdeild Fjölnis. Þetta kvöld reyndist vera þeirra. A-sveit Fjölnis lenti í 2. sæti, sjónarmun á eftir TR og munaði þar mestu um að TR-ingar unnu Fjölni 4-2, þegar þessar tvær sterkustu sveitir mótsins mættust.

Úrslitin urðu annars þessi: TR A-sveit í 1. sæti með 43 vinninga og 17 Matchpoints. Fjölnir A með 41,5 vinninga og 16 Matchpoints. A-sveit Breiðabliks lenti í þriðja sæti með 35 vinninga.

Þessi hraðskákmót hafa reynst einhver skemmtilegastu skákmót hvers árs enda ekkert alltof mikið um liðakeppnir í mótaáætlun Skáksambandsins.

Fjölnir A-sveit sem lenti í 2. sæti eftir eitilharða keppni við TR.

Þrettán skáksveitir frá 9 skákklúbbum tóku þátt í mótinu í Hlöðunni í Gufunesi sl. miðvikudagskvöld.

Skákdeild Fjönis hefur haldið Hraðskákmót taflfélaganna frá árinu 2017. Vel gert.

Share by: