Hamrahverfið: Kidduróló breytt í leikskóla með tveimur deildum. Engin grenndarkynning

23. febrúar 2025
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Nýtt hlutverk. Gamli gæsluvöllurinn í Hamrahverfinu, nefndur Kidduróló í daglegu tali, hefur fengið nýtt og göfugt hlutverk; það er verið að breyta honum í nýjan leikskóla með tveimur deildum. Ekki veitir sjálfsagt af í þeim leikskólavandræðum sem ríkir í Reykjavík. Gæsluvöllurinn hefur ekki verið notaður sem slíkur til margra ára. Grafarvogur.net myndaði framkvæmdirnar í morgun.


Árni Guðmundsson skrifar um málið á FB-síðu Íbúa í Grafarvogi og bendir á að Reykjavíkurborg hafi ekki birt neina grenndarkynningu á breyttu hlutverki húsnæðisins og stækkuninn - sem er umtalsverð. Hér kemur innslagið frá honum:


„Sæl öll. Þar sem búið er að leggja Íbúaráð Grafarvogs niður (ásamt öllum íbúaráðum borgarinnar, en það var fyrsta verk nýs meirihluta) deili ég hér máli sem var á dagskrá næsta fundar þar sem upplýsinga var óskað um nýbyggingu sem borgin er að byggja við hús á lóðinni Hlaðhömrum 52, sem áður var gæsluvöllur (Kidduróló).


Húsið sem er þar fyrir er um það bil 150 fermetrar á stórri lóð. Eftir ábendingar frá nágrönnum fór ég og skoðaði framkvæmdirnar sem eru langt komnar, en verið er að byggja yfir 300 fermetra viðbyggingu við húsið.


Engin grenndarkynning á þessari stækkun hefur farið fram og Íbúaráðið fékk ekki tilkynningu eða upplýsingar um þetta. En eftir fyrirspurn í vetur kom fram að verið væri að endurbæta húsnæðið!


Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér stendur til að opna leikskóla þarna með tveim deildum. Að sjálfsögðu eiga svona framkvæmdir að fara í kynningarferli, allavega verðum við fasteignaeigendur að fara eftir slíkum reglum.“

Tvöföldun. Stækkun hússins er um 300 fermetrar. Gamla húsnæðið er 150 fermetrar.

Gamli Kidduróló stendur á stórri lóð við Hlaðhamra 52. Umferð á svæðinu mun aukast tölvuvert.

Lóðateikning af nýja leikskólanum og stækkuninni á lóðinni. En engin grenndarkynning.

Share by: