Það fer ekki á milli mála að hugmyndaflugið er allsráðandi hjá stjórnendum Reykjavíkurborgar. Hvergi má auðan blett sjá. Nú stendur til að setja niður nokkur raðhús á hljóðmönina fyrir framan Gufuneskirkjugarðinn á milli Hallsvegar og Gagnvegar. Væntanlegir íbúar í þessum húsum munu því að öllum líkindum taka á sig hljóðbylgjurnar frá umferðinni. Sniðugt - ekki satt?
DRÖG AÐ AÐALSKIPULAGI
Hugmyndina um þessi raðhús þarna á hljóðmöninni má sjá í drögum að tillögu að aðalskipulagsbreytingu um fjölgun íbúða í grónum hverfum, þar sem frekari uppbyggingarmöguleikar í Grafarvogi eru skoðaðir, sem kynnt voru í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, 12. mars.
Fram kemur að tillagan hafi tekið breytingum frá síðustu kynningu og búið sé að fækka íbúðum úr 476 í 340. Aðeins hluti af reitunum, þar sem uppbyggingin er áætluð, eru háðir breytingu á aðalskipulagi en aðrir eru nú þegar skilgreindir sem íbúðarbyggð samkvæmt aðalskipulagi.
Í Hamrahverfinu við Lokinhamra. Þarna eru komin tvö hús þar sem til þessa hafa verið bílastæði þar sem sjá hefur mátt vörubíla og gröfur. Húsin eru þarna í skjóli trjáa og hljóðmanarinnar við Gullinbrú. Kannski það eigi eftir að heyrast hljóð úr horni í framtíðinni, þ.e. íbúanna í þessum húsum?
Við Hamravík.
Við Mosaflöt.
Við Sóleyjatún.
Við Rimaflöt.
Hér má skiptinguna og meðal annars að þarna séu 8 raðhús með 29 íbúðum.