Mikið fjölmenni var við útför séra Vigfúsar Þórs Árnasonar í Grafarvogskirkju eftir hádegi í dag. Vigfús var jarðsettur í Gufuneskirkjugarði.
Prestar voru séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, og séra Sigurðar Arnarson, sóknarprestur í Kópavogskirkju en hann var prestur við Grafarvogskirkju á árum áður. Í minningarorðum sínum um séra Vigfús höfðu þau á orði hversu glaðlyndur hann hefði jafnan verið í önn dagsins; hann hefði valið sér að vera sólarmegin í lífinu. „Það var alltaf glaðasólskin í hinum fjölmörgu útimessum Grafarvogskirkju, að mati Vigfúsar, - þótt það hafi verið hellirigning.“
Gletnisbros einkenndi Vigfús alla tíð og í breiðum faðmi kirkjunnar í dag birtist blær hans yfir kveðjustundinni; blær bjartsýni, bross og virðuleika.
Biskup Íslands, séra Guðrún Karls Helgudóttir, flutti minningarorð ásamt séra Sigurði Arnarsyni. Frímúrar stóðu heiðursvörð.
Húsfyllir var í kirkjunni og skartaði altaristaflan – hinn steindi gluggi, glerlistaverk Leifs Breiðfjörðs – sínu fegursta með allri sinni litadýrð. Vigfús hafði ætíð á orði að þetta listaverk væri þjóðargersemi; sem það og er!
Þau sem báru út kistuna, líkmenn, voru séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprenstur í Grafarvogi, séra Agnes M. Sigurðardóttir biskup, séra Gylfi Jónsson, séra Sigurður Grétar Helgason prestur í Grafarvogi, séra Hjálmar Jónsson, séra Anna Sigríður Pálsdóttir, Sigurður Kjartansson, æskuvinur Vigfúsar og loks Gunnlaugur A. Jónsson, fyrrum prófessor í guðfræðideildinni og mikill vinur Vigfúsar.
Organisti var Lára Bryndís Eggertsdóttir.
Einsöngvarar voru Gissur Páll Gissurarson og Þóra Einarsdóttir. Flutningur þeirra á laginu Time to say goodbye var einstakur, eftirminnilegur og mjög áhrifaríkur. Fiðluleikari var Matthías Stefánsson.
Grafarvogur.net vottar fjölskyldu Vigfúsar innilegrar samúðar. Ég átti samleið með honum sem sóknarnefndarmaður í Grafarvogskirkju í níu ár.
Blessuð sé minnig séra Vigfúsar Þórs Árnasonar. -JGH
Fullt var út að dyrum í kirkjunni sem skartaði sínu fegursta með hina litríku altaristöflu í allri sinni dýrð. Altaristaflan er steindur gluggi, glerlistaverk eftir listamanninn Leif Breiðfjörð. Vigfús hafði ætíð á orði að glugginn væri þjóðargersemi; sem hann og er!
Viðstöddum var boðið að þiggja veitingar að athöfn lokinni í safnaðarsal kirkjunnar. Veitingarnar voru litríkar og bragðgóðar en sennilega hefur enginn einstaklingur lagt kræsingar og heimalagað gúmmulaði eins oft á borð í Grafarvogskirkju og Elín Pálsdóttir, eiginkona Vigfúsar Þórs. Hún hefur verið fremst í flokki mjög margra dugnaðarforka í söfnuðinum.
Fjölmargir prestar voru viðstaddir athöfnina og kvöddu séra Vigfús í dag.
Komið að kveðjustund. Gletnisbros einkenndi Vigfús alla tíð og í breiðum faðmi kirkjunnar í dag birtist blær hans yfir kveðjustundinni; blær bjartsýni, bross og virðuleika.