Fjölniskonur urðu í kvöld Íslandsmeistarar í íshokkí kvenna eftir 2:1-sigur á SA á Akureyri í kvöld. Þær unnu úrslitaeinvígið 3-1 og höfðu titil að verja. Íslandsmeistarar annað árið í röð. Til hamingju og glæsilegt Fjölniskonur, þið eruð frábærar!
Leikurinn byrjaði með látum og var talsverð harka í leiknum.Staðan fyrir lokaleikhlutann var 2:0 fyrir Fjölni og fátt í spilunum annað en að Íslandsmeistarar yrðu krýndir eftir leik.
SA-konur sóttu nokkuð stíft í þriðja leikhlutanum og uppskáru mark. En lengra komust heimakonur ekki þær ekki þrátt fyrir ákafan sóknarleik í lokin.
Glæsilegt hjá Fjölniskonum. Grafarvogur.net óskar ykkur enn og aftur; til hamingju.
(Meðfylgjandi mynd tók Egill Bjarni Friðþjónson).