Það er vel til fundið hjá Sambíóunum í Egilshöll að sýna stórmyndina Crimson Tide með stórleikaranum Gene Hackman hinn 26. mars nk. Það eru nákvæmlega þrjátíu ár síðan myndin var fyrst frumsýnd og telst hún ein af betri myndum Hackmans í stórri flóru stjörnumynda hans.
Hinn leydardómsfulli dauðdagi þeirra hjóna hefur verið stöðugt fréttaefni í fjölmiðlum vestanhafs en dánarorsök Hackmans virðist hafa verið hjartaáfall en hann var bæði hjartveikur og mjög illa haldinn af alzeimer-sjúkdómnum. Rauna hefur andlát Hackmans orðið kveikja að mjög mikilli umræðu um þennan erfiða sjúkdóm sem hrjáir 7 milljónir Bandaríkjamanna en rætt er um að þeir reiði sig á um 11 milljónir náinna ættingja sinna í glímu hversdagsins.
Hackman (95 ára) fannst látinn ásamt eiginkonu sinni Betsy Arakawa (65 ára) á lúxusheimili þeirra nálægt Santa Fe hinn 26. febrúar síðastliðinn.
Við skulum aðeins fara yfir feril þessa ástsæla leikara sem telst einn af jöfrum kvikmyndaleiksins síðustu áratugina vestanhafs. Hann hét raunar fullu nafni Eugene Allen Hackman. Leikferill Hackmans spannaði yfir fjóra áratugi. Hann hlaut fjölda viðurkenninga, þar á meðal tvenn Óskarsverðlaun, tvenn bresku kvikmyndaverðlaunin og fjögur Golden Globe verðlaun.
Hackman lék frumraun sína í kvikmyndinni í dramanu Lilith (1964). Hann vann síðar tvenn Óskarsverðlaun; hans fyrsta sem besti leikari fyrir hlutverk sitt sem Jimmy „Popeye" Doyle“ í hasarspennumynd William Friedkins The French Connection (1971) og annað sem besti leikari í aukahlutverki fyrir hinn illgjarna sýslumann í Unforgiven eftir Clint Eastwood (1992). Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir að leika Buck Barrow í glæpasögunni Bonnie and Clyde (1967), háskólaprófessor í dramanu I Never Sang for My Father (1970) og FBI-lögreglumanninn í Mississippi Burning (1988).
Hackman öðlaðist talsverða frægð fyrir túlkun sína á Lex Luthor í þremur af Superman-myndunum frá 1978 til 1987. Hann lék einnig í The Poseidon Adventure (1972), Scarecrow (1973), The Conversation (1974), Night Moves (1975), A Bridge Too Far (1977), The Firm (139), Hoosi (139), (1993), Wyatt Earp (1994), Crimson Tide (1995), The Quick and the Dead (1995), Get Shorty (1995), The Birdcage (1996), Absolute Power (1997), Enemy of the State (1998), The Royal Tenenbaums (2001), (2003 Jury).
Hackman hætti að leika eftir að hafa leikið í Welcome to Mooseport (2004) og hóf að skrifa skáldsögur og lagði annað slagið sjónvarpsheimildarmyndum rödd sína til ársins 2017 en eftir það dró hann sig nánast alveg í hlé frá skarkala heimsins og þau hjón lifuðu mjög svo einangruðu lífi - eins og nærri má geta sé horft til hins leyndardómsfulla andláts þeirra hjóna.
En Hackman í aðalsal Egilshallarinnar 26. mars nk. - vel gert hjá Sambíóunum.